Réttur


Réttur - 01.10.1979, Side 20

Réttur - 01.10.1979, Side 20
fræða lesendur blaðsíns um stefnu og starfshætti eins stjórnmálaflokks í Þýzkalandi, nazistaflokks- ins. Hann hefir neitaS aS grein sín ætti aS bein- ast aS hinni þýzku þjóS eSa stofnunum þýzka rík- isins, heldur hafi hann meS greininni aSeins viij- aS deila á forystumenn nazistaflokksins.“ Pólitískar ásakanir Þórbergs. „ViS lestur greinarinnar í samhengi verSur aS telja, aS þessi meining höfundarins komi skýrt í Ijós. Fyrirsögnin segir strax til þess. í upphafi fullyrðir hann, að nazistaflokkurinn hafi í baráttu sinni lagt megináherzlu á, að innræta löndum sínum „miskunnarlaust hatur“ á nokkrum stjórn- málaandstæðingum sínum og gengur öll greinin út á að lýsa starfsemi og starfsaðferðum þessa stjórnmálaflokks, og meðlima hans gagnvart þeim. Greinin er ádeila á nazistaflokkinn birt í blaði jafnaðarmanna hér á landi, en jafnaðarmenn hef- ir höfundur einmitt talið verða sérstaklega fyrir hinu „miskunnarlausa hatri“ hins þýzka þjóðernis- jafnaðarmannaflokks. Ekkert kemur fram í grein- inni, sem gefi ástæðu til að ætla, að greinarhöf- undur sé óvinveittur þýzku þjóðinni í heiid, né að ásetningur hans hafi verið að deila á hana sjálfa. Ádeilan beinist öll að annari og takmarkaðri fé- lagsheild, þ. e. þýzka þjóðernis-jafnaðarmanna- flokknum. Einstakar setningar greinarinnar lesnar i réttu samhengi verða heldur ekki skýrðar á annan hátt. Og þótt svo standi á, að þessi stjórnmálaflokkur fari nú með stjórn þýzka ríkisins, verður að telja það nægilega Ijóst, að það er stjórnmálaflokkur- inn, sem ádeilan beinist að, en ekki þýzka þjóðin eða repræsentativar stofnanir þýzka ríkisins. Meiðandi og móðgandi ummæli um erlenda stjórn- málaflokka, stefnu þeirra, starf eða forystumenn, verður hinsvegar ekki talin móðgun við hina er- lendu þjóð eða á annan hátt refsiverð samkvæmi íslenzkum lögum. Samkvæmt þessu ber að sýkna ákærðan, Þór- berg Þórðarson, af ákæru réttvísinnar í máli þessu. Ákærði, Finnbogi Rútur Valdimarsson, er rit- stjóri og ábyrgðarmaður Alþýðublaðsins og hefir viðurkennt, að umrædd grein hafi verið birt þar, með vilja sínum og vitund. En þess ber að gæta, að greinin er rituð undir fullu nafni höfundar, meðákærðs, Þórbergs Þórðarsonar, og verður því þegar af þeirri ástæðu að sýkna ákærðan, Finn- boga Rút, af ákæru réttvísinnar í málinu sam- kvæmt tilskipun 9. maí 1855 3. gr. Eftir þessum málsúrslitum ber að greiða máls- kostnað af almannafé, þar með talin málsvarnar- laun til skipaðs talsmanns ákærðu, Stefáns Jóh. Stefánssonar hrm., sem þykja hæfilega ákveðin 60 kr. Málið hefir verið rekið vítalaust. 220

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.