Réttur


Réttur - 01.10.1979, Qupperneq 30

Réttur - 01.10.1979, Qupperneq 30
Því það verða allír þeir menn að muna, sem láta sér annt um lýðræði og í'relsi, svo ég ekki tali um sósíalisma, að án Sov- étríkjanna væri veröldin myrk slíkurn mönnum í dag, — þrátt fyrir öll þau glöp og glæpaverk, sem einstakir valdhafar þeirra hafa gert sig seka um. Það voru Sovétríkin ein, sem studdu lýðveldið á Spáni, þegar yfirstéttir Eng- lands og Frakklands sviku Spán eins og fleiri ríki í helgreipar Hitlers. Það voru Sovétríkin ein sem voru reiðubúin til að styðja Tékkóslóvakíu í stríði 1938, þegar Chamberlain ofurseldi þau Hitler með Miinchen-samning þeim, sem Morgunblaðið lofsöng mest. Það voru Sovétríkin fyrst og fremst, sem gerðu Vietnam mögulegt að verjast svívirðilegu árásarstríði Bandaríkjanna — og bera sigur úr býtum. Og framar öllu verður að muna að það voru Sovétríkin, sem sigruðu fasismann, lögðu ægilegustu forynju okkar tíma að velli með mestu fórnum, sem færðar hafa verið í stríði: 20 milljónum mannslífa. Og vita mega menn það, sem einhvers meta lýðræði og frelsi, að hefði Hitler sigrað Sovétríkin í stríði því, þá væri að öllum líkindum heiminum skipt í dag í drottnunarsvæði þriggja harðstjórna, hálffasistiskra eða alveg fasistiskra: Nasisminn myndi drottna ylir Evrópu og ýmsum af fyrri nýlendum evrópskra stórvelda, — Japan, herveldið harðvítuga myndi einrátt í miklurn hluta Asíu, — og Bandaríkin, gagnsýrð heimsdrottnun- arstefnu eftirstríðsáranna og ofsóknar- anda McCarthys, myndi kúga hinn hluta heimsins. — Óhugnanleg framtíðarsýn jack Londons í „Jámhælnum" hefði þá orðið veruleiki. Það þarf því engan að undra þótt Sov- étstjórnin svari styrjaldarögrunum af fullri hörku. Sovétþjóðirnar vita hvað stríð kostar — og að aðeins nógu mikið og sterkt vald getur hrætt árásaraðila frá því að hefja hildarleikinn. Vissidega geta menn reiknað skakkt, þegar tortryggnin er rík — og áratuga yfirgangur amerísks hervalds um gervallan heim hverfur ekki úr minni þeirra, sem ábyrgðin hvílir á að verjast honum. „Réttur“ mun hins vegar reyna að afla afla sér upplýsinga um það, sem raun- verulega hefur gerst þar eystra og rita um það. Hvort sem vinir eða fjandmenn eiga í hlut, þá ber ætíð að hafa það sem sannara reynist — og muna það þá einn- ig, þegar gagnrýndir eru vinir, að „sá er vinur er til vamms segir.“ * -fc Hins vegar skal það sagt með fullum þunga, að þeim íslendingum, sem hafa staðið með hernámi íslands, beygt sig í duftið þegar Bandaríkjaher hefur gert innrás í landið og hertekið það og skríða fyrir drottnunarvaldi ameríska herveldis- ins, — þeim ferst ekki að mótmæla inn- rás Sovétríkjanna. Það minnir mann of mikið á grammofónplötu frá „His masters voice“ („Rödd herra síns). 230

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.