Réttur - 01.10.1979, Page 34
RÚNAR KRISTJÁNSSON:
11. SEPTEMBER 1978
Gegn blóðveldinu í Chile
Aftökur gera engar raddir hljóðar.
Áfram mun fólkið berjast með hugsjón
sinni.
Kvalarar Chile — kúgarar heillar þjóðar,
komið er mál, að valdatið ykkar linni.
Þið hafið svikið og sundrað,
en sjáið ei
sannleikann.
Nei.
Þið f jarlœgið einn — en fyrir hann koma
hundrað.
Þið viljið frelsið i gleymsku grafa
svo glæpamenning verði traust.
Leggja á fólkið kvalaklafa,
kúga og myrða endalaust.
Þið liallið alla sem kúgun neita
og kjósa ekki huglaus hræ að heita,
— þið kallið þá kommúnista.........
234
Þið útbúið' svonefnda svarta lista
með saklausra manna nöfnum.
Fyrirfram dœmdum — drepnum og
gröfnum.
Leggur úr yltkar sporum dauðans daun.
Drápgirnin situr alltaf í fyrirrúmi.
Þið skulið hljóta verðug verkalaun,
vargar sem hvessið blóðklœr í glæpahúmi.
Ekkert til lengdar lamar heila þjóð.
Kúgun og hlekkir kalla á sekra blóð.
þjóðarböðla blóð.......
Þið sannleik — hugsjón — heiður,
einskisvirðið.
Fyrir frelsi girðið.
Menn og konur myrðið.
En upp af blóði alþýðunnar sprettur
andi sá er baráttuna knýr.