Réttur - 01.10.1979, Síða 39
Liú Sjaó-Sí
fyrrv. aðalritari flokksins
og forseti Kína
Liú Sjaó-Sí1) var einn af bestu leiðtog-
um flokksins við hliðina á Chou-En-lai,
Mao ogiiðrum, sem staðið höfðu í broddi
fylkingar frá upphafi baráttuunar. Hann
var fæddur 1898 í Hunan, skammt frá
heimili Maos. Faðir hans var kennari.
Ungur gerðist liann róttækur og var með
í því að stofna æskulýðssamband sósíal-
ista 1920, en það var fyrirrennari komm-
únistaflokksins. Varð Liú einn af stofn-
endum flokksins 1921 og næsta ár varð
það verkefni hans að verða einn af for-
ustumönnum kínverska Verkalýðssam-
bandsins. Tvö ár var hann í skóla í
Moskvu, en starfaði síðan náið með
Chou-En-lai í Kanton og Shanghai í hin-
um bylingarsinnuðu verklýðssamtökum
uns þau voru bönnuð og sættu ægilegum
ofsóknum eftir 1927. Starfaði hann þá í
þeim á laun, uns hann varð ásamt Chou-
En-lai og fleirum að halda til sovéthér-
aðanna í Kína. Þar var liann kosinn í
framkvæmdanefnd flokksins og varð leið-
togi verklýðssambandsins, sem mest-
megnis var skipað landbúnaðarverka-
mönnum. Hann tók þátt í göngunni
miklu og sífellt hlóðust á hann meiri
ábyrgðarstörf. Hann varð formaður fram-
kvæmdanefudar flokksins um tíma og
eftir sigurinn 1949 varð hann varaforsæt-
isráðherra. Heimsþekktur varð hann, er
hann tók við forsæti Rauða alþjóðaverk-
lýðssambandsins. Mao hafði skapað sér
sína aðstöðu sem bændaleiðtogi, Liú hins
vegar var fyrst og fremst verklýðsleiðtog-
inn, viðurkenndur sem einhver hinn
besti.
Allir sendifulltrúar erlendra ríkja er
höfðu með Líú að gera, dáðust að því
hve' skýrhuga og skjóthuga hann var og
gat skýrt hin vandasömustu viðfangsefni
á einfaldan hátt.
Líú var sá eini að leiðtogum kínverska
kommúnistaflokksins, fyrir utan Mao,
sem ritaði bækur um sósíalismann, er
voru frumlegar og löngum viðurkenndar
sem fyrirmyndarbækur. Má þar nefna
bók hans „Internationalism and nation-
alism“ (Alþjóðahyggja og þjóðernis-
stefna), „On inner party struggle" (Um
innanflokksdeilur, fyrirlestur, er hann
hélt 1941 í flokksskólanum í Mið-Kína).
Ein af bókum hans „Hvernig verða menn
góðir kommúnistar“, var þýdd af Brynj-
ólfi Bjarnasyni og gefin út af Heims-
kringlu 1965.
Liú átti ungur að ganga að eiga stúlku,
er foreldrarnir ákváðu, — en liann neitaði
því eins og Mao. Hann gekk að eiga konu,
er var virkur félagi í flokknum, en hún
var tekin af lífi af fasistum í borgarastyrj-
öldinni. Eftir 1949 kvæntist hann Wang
Kuang-mei, sem var kennari í eðlisfræði.
IJfir hún mann sinn. (Konur í Kína
lialda nöfnum sínum, þótt þær giftist,
eins og hér á Islandi).
Þegar ég var í Kína sumarið 1957 í
boði kínverska Kommúnistaflokksins,
sem formaður Sósíalistaflokksins, var Liú
aðalritari kínverska flokksins og átti ég
J)á tvo daga all ýtarleg viðtöl við hann,
bæði um ýmislegt í sögu kínverska flokks-
ins, sem mig langaði til að fá nánari skýr-
ingar á, svo og um ýmis vandamál heims-
hreyfingar sósíalismans, sem mjög mis-
munandi skilgreining var Jiá á, einkum
eftir Stalín-ræðu Krúsjeffs. Það voru mjög
239