Réttur


Réttur - 01.10.1979, Qupperneq 43

Réttur - 01.10.1979, Qupperneq 43
það kostaði ægilegar fórnir, lietjuskap og liugvit að sigrast á yfirstéttinni kínversku, þjónum hins erlenda auðvalds og síðan á því auðvaldi, er ætlaði að gleypa Kína: japanska herveldinu. En þegar liið heims- sögulega afrek var uimið: sigur kínversku byltingarinnar, undir forustu þessara manna og fyrstu sporin stigin til að af- nema landlægt, aldafornt hungur fjöl- mennustu alþýðu heims, — þá byrja ný vandamál — sum þannig, að engin reynsla annarra er þá væri þekkt, gat leiðbeint. Sá Mao, er á hugmyndafræðilega svið- inu vann eitt af stórvirkjum sósíalismans, virðist, er aldur færist yfir, verða gagn- tekinn af tvenns konar tilhneigingum: annars vegar að vilja flýta of mikið þeirri þróun, sem átti eðlilega að ganga hægar, — og jiar tókst raunsæis-félögum að leið- rétta, — en svo hins vegar að álíta óhjá- kvæmilegt að brjóta niður embættisstétt ríkisvaldsins, helst einu sinni á hverri kynslóð, svo fólkið fengi að stjórna sjálft. Hér er um eitt erfiðasta vandamál sós- íalismans að ræða: ríkisvaldið — og skal ég síst verða til þess að draga úr spilling- arhættu jiess, embættismannastéttarinnar o. s, frv.4 En það, sem Mao gerir eða hinir nýju fylgismenn hans í blóra við hann, er að ráðast gegn mörgum af ágæt- ustu forustumönnum sósíalismans og gera ]oá á einn eða annan hátt óvirka eða jafnvel láta drepa þá (eins og Stalín gerir 193(i—38). Hin sorglegu mistök þarna eru að jrað eru venjulega ekki gömlu bylt- ingarmennirnir, jafnvel þótt þeir skipi æðstu valdastöður, sem verða hinir hættu- legu (— þó það sé til að völdin stigi mönn- um til höfuðs og spilli þeim —), heldur sá stóri hópur, sem eftir byltinguna flykk- ist til flokksins, oft hæfileikamiklir menn en litlir hugsjónamenn að sama skapi. Stalín beitti leynilögreglunni til jiess að útrýma miklu af hinum gamla byltingar- kjarna. Ofstækisfullir áhangendur Maos, fullir rétttrúnaðar á hann sem hinn óskeikula — og fullir valdagirni sjálfir? — etja með hans vilja eða í blóra við hann „rauðagardistum" og öðrum á hinar gömlu byltingarhetjur og aðra er með þeim standa með þeim hræðilegu afleið- ingu, sem í upphafi var lýst. Hin sósíalistiska heimshreyfing verður að gera sér ljóst að hinn ofstækisfulli, hatursþrungni rétttrúnaður er marxist- iskum, og það þýðir eftir reynslunni hing- að til: kommúnistiskum flokkum næstum eins Iiættnlegur og undanslátturinn frá hugsjón sósíalismans og undirgefnin undir auðmannastéttina á úrslitastundu (sbr. 1914) hefur verið sósíaldemokrata- flokkunum. Blóðferillinn sem ofstækismenn rétt- trúnaðarins — í skjóli ríkisvalds sósíal- ismans — skilja eftir sig allt frá aftöku Bucharins til dauða Liús og Ho Lungs, er eitraðasta vopnið, sem hægt er að fá auðvaldinu, blóðidrifnu upp yfir axlir, í hendur til baráttu gegn sósíalismanum, til að brjóta niður trúna á hann hjá al- þýðu. Það þýðir ekki að breiða yfir né draga úr þessari hættu. Það verður að þvo blóð hinna saklausu af þeim rauða fána sós- íalismans, sem miljónir um allan heim hafa fórnað sér fyrir, svo hann megi aftur hreinn verða sem sú hugsjón, er hann táknar. Þess vegna verðnr að tryggja þeim félögum, sem saklausir hafa verið drepnir eða til dauða reknir, þau eftirmæli, er hreinsa nöfn þeirra, veita ])eim aftur heiður þann, er þeim ber. 243

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.