Réttur - 01.10.1979, Page 51
Ein Ijósmynda Odd Uhrbom frá Norður-Svíþjóð (Kiruna o. fl.).
1 fcVsV' i’ T.
baráttuna heima fyrir. Hvar í heiminum
sem kúgunin var verst, þar var þessi elcl-
hugi með ádeilur sínar í forrni fegurstu
listar: Hinir hákristnu fasistar Suður-
Afríku þoldu ekki nærveru hennar, ráku
hana úr landi. Hún reit þá „Sonur minn
og ég“. - Sara Lidman fór til Vietnam,
þegar svívirðilegt árásarstríð Bandaríkj-
anna var harðast. Hún reit þá „Samtöl í
Hanoi“. — Hún hefur flett ofan af sví-
virðingum auðliringanna, einnig þeirra
sænsku, og Alþjóðabankans víða um
heim. Ekkert mannlegt hefnr verið henni
óviðkomandi.
Sara Lidman kom líka til íslands, tal-
aði á fundum á Akureyri og í Reykjavík.
Háskóli íslands sýndi þá lágkúru sína
með jrví að loka dyrunum fyrir henni.
Valdamenn jrar hafa máske Jialdið að
Kananum mislíkaði slíkt málfrelsi.
„Réttur“ vonast til þess að fá í næsta
hefti ýtarlega grein um þessa miklu
skáld- og baráttukonu.
251