Réttur - 01.10.1979, Page 53
ERLEND
VÍÐSJÁ
Sacco og Vanzetti
Sacco og Vanzetti
Loks, hálfri öld eftir að bandaríska
réttarkerfið framdi dómsmorðin á Sacco
og Vanzetti 23 ágúst 1927, hafa yfirvöld í
þessu landi réttarmorðanna, neyðst til að
lýsa þá saklausa. í jrilí 1977 las ríkisstjór-
inn í Massacliusetts upp yfirlýsingu í
dómshúsinu i Beacon Hill í Boston-borg,
þar sem aftaka þeirra er viðurkennd að
hafa byggst á óréttlátum réttarhöldum og
þeir hafi orðið fórnarlömb „rangs dóms“.
Síðan þessi viðurkenning á sakleysi
Sacco og Vanzetti varð opinber, hafa ver-
ið skrifaðar ýmsar bækur um mál þeirra,
en málsmetandi stjórnmálaleiðtogar Evr-
ópu höfðu árum saman, einnig sem
nefnd, unnið að því að fá forseta Bairda-
ríkjanna til að afmá þennan smánarblett.
Menn eins og Pietro Nenni, Mario So-
ares, Francois Mitterand og Enrico Ber-
linguer voru rneðal þeirra.
Um mál Sacco og Vanzetti var ritað hér
í „Rétt“ all ýtarlega 1974 í greininni
„Dómsmorð amerískrar aldar“ (bls. 194-
205) og árið sem baráttan um líf þeirra
var háð birtist ýtarleg gxein eftir Georg
Branting með viðbót eftir Steinþór Guð-
mundsson: „Réttur“ 1927, bls. 185-199.
Enn hafa Rosenberg-hjónin, sem dóins-
myrt voru saklaus 1953, ekki fengið upp-
reisn æru — og svo er um fleiri, sem urðu
ofstæki kommúnistahatursins að bráð.
Portúgal
Afturhaldsilokkarnir í Portúgal fengu
í þingkosningunum í des. 1979 meiri-
hluta fulltrúa á þingi með minnihluta
253