Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 7

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 7
auðhringa. Vegna þeirrar baráttu er nú svo komið að enginn stjórnmálaflokkur, ekki einu sinni Sjálfstæðisflokkurinn, lætur sér til hugar koma að reyna að knýja fram erlend stóriðjuver sem eru alfarið í eigu útlendinga á sama hátt og álverið í Straumsvík. í þriðja lagi bætti vinstristjórnin með stuðningi verkalýðshreyfingarinnar kaupmátt almennra launa um 20%. Tekjutrygging aldraðra og öryrkja var ákveðin, og sú ákvörðun hefur enn áhrif á daglegt líf aldr- aðra og öryrkja. í heilbrigðis- og tryggingar- ráðuneytinu liggja eftir Magnús Kjartans- son fjöldamörg verk sem hafa haft og munu hafa veruleg áhrif á lífskjör landsmanna. Ég nefni þar aðeins lögin um heilbrigðisþjón- ustu frá 1973 sem enn eru ekki að fullu kom- in til framkvæmda. Af hverju er ég að telja þessi mál upp i slíkri grein? Vegna þess, að með því að líta yfir þennan 20 ára tima sést hverju má fá á- orkað í reynd með því fyrst að undirbúa jarð- búa jarðveginn en síðan að uppskera árangur fjöldastarfs og vinnu í þágu landsmanna, — þjóðarheilla í bráð og lengd. Magnús Kjart- ansson var sá gæfumaður að geta tekið þátt í víðtækri þjóðfélagslegri baráttu fjöldans, sem birtist síðan í árangri og athöfnum vinstri stjórnarinnar og stórfelldri eflingu Alþýðu- bandalagsins. Saga slíks manns er samofin sögu þjóðarinnar, heitustu baráttumálum hennar, sigrum hennar og ósigrum. Þannig verða áhrif lians ekki greind úr heildarfram- vindu sögunnar. Þess vegna verður þetta ekki kveðjugrein; sagan og minningin lifa í athöfnum nútíðar og framtíðar. Magnús Kjartansson kvaddi alþingi götunnar til liðs og sá hvaða árangur getur hlotist af beinni og lýðræðislegri skírskotun til fólksins sjálfs. í upphafi var spurt um áhrif einstaklings- ins á pólitíska framþróun. Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað hér, enda þótt sam- antekt þessi gæti visað til þeirrar staðreyndar að saga íslendinga á síðari hluta tuttugustu aldar er jafnframt persónusaga þeirra manna sem söguna skópu; þar er í forystu sá maður sem við minnumst í dag. * 1971 veiktist Magnús Kjartansson alvar- lega en náði sér aftur ótrúlega vel. Hann veiktist svo á nýjan leik nokkrum árum síðar og nú undanfarna mánuði var nokkuð séð að hverju fór. Við hlið hans í erfiðum og tvísýn- um veikindum stóð fjölskylda hans, Ólöf dóttir hans og Kjartan tengdasonur hans. En fremst stóð kona hans Kristrún Ágústsdóttir sem annaðist Magnus í veikindum hans af einskærri fórnfýsi, þolinmæði og hlýju. Fyrir það starf ber henni heiðurssess í sögu íslenskra sósíalista. Fjölskyldu hans allri votta ég og fjölskylda mín okkar dýpstu samúð. Persónulega á ég Magnúsi Kjartanssyni mikla þakkarskuld að gjalda. Það kernur nú i minn hlut fyrir hönd Alþýðubandalagsins, stjórnmálahreyfingar íslenskra sósíalista að flytja Magnúsi Kjartanssyni þakkir flokksins fyrir starf liðinna áratuga, glögga leiðsögn og raunsætt mat á aðstæðum líðandi stund- ar, en umfram allt þann eld sem Magnús kveikti í brjóstum þúsundanna í baráttu verkalýðs fyrir þjóðfrelsi og sósíalisma. Magnúsar Kjartanssonar verður best minnst með því að leggja rækt við hugsjónir þess- arar hreyfingar, arf hennar og sögu, en um- fram allt að hefja merki framtíðar hátt í rétt- indabaráttu alþýðu og þjóðfrelsisbaráttu ís- lendinga. Hugsjónaeldurinn lætur oft lítt á sér bæra i dagsins önn að ekki sé fastar að orði kveðið. Hann má þó aldrei kulna. í minningu Magnúsar skal þess því að lokum minnst að ,,elds er þörf” nú sem jafnan fyrr. 71

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.