Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 21

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 21
harla lítið um veruleika þeirra, ef þeir hafa ekki lesið slíkar bækur. En Gunnar lét ekki sitja við að skrifa sögu þessa timabils. Ef hann vissi um óunnið nauðsynjaverk, þá vann hann það, ætti hann þess nokkurn kost. Hann hélt áfram sögunni allt fram til 1971. Það varð mikið verk, tvö bindi. Hann hefur fyrir löngu lokið þvi, en það er ennþá i handriti, óútgefið. Ég hef ekki lesið handritið, en nú spyr ég útgefendur og þó fyrst og fremst Heimskringlu og Mál og menningu: Hversvegna er þetta handrit ekki gefið út? Ég átti þess kost að sannreyna að Gunnar var sjálfum sér samkvæmur, trúr sjálfum sér og lífsköllun sinni til hinstu stundar. Ég leit inn til hans á Borgarspítalanum rétt fyrir andlátið. Gunnar vissi þá vel að hverju dró. Ég spurði um líðan hans. Þá svaraði þetta einstaka Ijúfmenni og prúðmenni: ,,Ég er reiður, mjög reiður”. Gunnar var mjög skapheitur maður en svo stilltur, að ég sá hann aldrei reiðast. En nú var hann reiður við dauðann, kominn hátt á níræðisaldur og hafði þá skilað lífsstarfi, sem mjög er fágætt á okkar tímum, staðið alla tíð í eldi barátt- unnar til varnar lífinu og skrifað yfir 30 bækur. Áður en hann fór á sjúkrahúsið hafði hann lagt síðustu hönd á nýja bók, sem ég geri ráð fyrir að komi út á næstunni. En allt þetta var honum ekki nóg. Honum fannst hann ætti fjölmargt ógert í þjónustu lífsins. Og nú kom eitthvert framandi afl, sem vildi taka í taumana og stöðva ferð hans. Það var eins og hann vildi skora dauð- ann á hólm. Þetta var hinn sanni Gunnar Benediktsson, ávallt reiðubúinn að berjast til þrautar fyrir lífið þótt við ofurefli væri að etja, jafnvel sjálfan dauðann. Við tókum nú upp léttara hjal, sem færði mér heim sanninn um, að ekki hafði Gunnar glatað hinni sérstöku kímnigáfu sinni. Gunn- ar hafði aldrei hugsað mikið um dauðann. Hann hafði í allt öðru að snúast um dagana, sem honum fannst mikilvægara. En nú sagði hann, að það hlyti að vera fróðleg reynsla, sem hann ætti fyrir höndum, að deyja. Við komum okkur saman um, að það hlyti að vera mikil lífsreynsla. Og nú hefur hann fengið hana. Því miður getur hann ekki miðlað henni til okkar, sem eftir lifum. Hana verður hver og einn að reyna sjálfur. Ég veit ekki neitt. Ég get aðeins tekið undir með Jónas Hallgrímssyni: ,,Sist vil ég tala um svefn við þig”. Og ég kann enga betri ósk en þá, sem hann lét fylgja þessum orðum, að vinur minn fái ,,meira að starfa guðs um geim”. Valdísi og börnum Gunnars sendi ég inni- legar samúðarkveðjur og ég samhryggist þeim við hinn mikla missi. En ég samgleðst Valdísi líka, að hafa átt því láni að fagna að eiga slíkan lifsförunaut á virkasta og giftu- ríkasta skeiði hans. Brynjólfur Bjarnason. Greinar Gunnars í „Rétti”.: „Yfir eyðimörkina” — 1926, bls. 112 Júdas Iskariot — 1927, bls. 51. ,,Hann æsir upp lýðinn” — 1928, bls. 3. Náttfari, fyrsti landnámsmaður íslands, 1930, bls. 113. Hvað verður um tekjurnar af búi þínu, bóndi? 1931, bls. 113. Hreint og hiklaust. Opið bréf til Benjamíns Kristjáns- sonar, 1934, bls. 173. Landbúnaðarmál á Alþingi, 1937, bls. 179. Bóndinn við hverfisteininn 1936. — 1937, bls. 269. Þjóðarkúgun og þjóðareinkenni, — 1938, bls. 46. Glataði sonurinn, — 1939, bls. 32. „Blessa mig líka, faðir minn!” — 1941, bls. 41. Fræðsla styrjaldarinnar um sósíalisma, — 1941, bls. 83. Réttvisin á íslandi, — 1942, bls. 1. Sturla Þórðarson gegn Noregskonungi, — 1952, bls. 174. 85

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.