Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 37

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 37
En fórnirnar voru ægilegar. íhugum hvað féll í stríðum fyrri alda: Á 17. öld féllu 3 miljónir manna í styrjöld- um í Evrópu. Á 18. öld voru stríðsfórnirnar 5 miljónir mannslífa. Á 19. öld komst sú tala upp í 6 miljónir. En á vorri öld, hinni 20., kostaði fyrri heimsstyrjöldin um 10 miljónir mannslifa. Og í heimsstyrjöldinni síðari létu yfir 50 mil- jónir manna lífið, — þar af 20 miljónir barna, kvenna og karlmanna Sovétríkjanna. Þyngstu og blóðugustu byrðina báru þau. — Og þá er ekki rætt um efnahagslega tjónið. Um þriðjungur alls efnahagskerfis Sovétríkj- anna (verksmiðjur, orkuver, vélar, sam- göngutæki, hús o.s.frv.) er lagður í rúst. En á sama tíma græða Bandaríkin á stríð- inu og missa ekki fleiri menn, en ella farast þar í umferðarslysum. Það er ekki að furða þótt harðsvíruðum auðmönnum Bandaríkj- anna dytti það í hug, er nasisminn þýski var fallinn og öll Evrópa í sárum og Sovétríkin verst útleikin, — að nú væri timinn fyrir þau til að drottna í heiminum, koma á hinni „amerísku öld” i krafti einokunar á atóm- sprengjunni. Við vitum hvernig það fór og lifum í skugga þeirrar ógnar, er heimsdrottnunar- stefna ameríska auðvaldsins hefur leitt yfir mannkynið — og höfum oft rætt og skýrt þá ógn. En á þessum tímamótum, 40 árum eftir 1941, þá skulum við íhuga: hvernig liti ver- öldin út í dag, ef Sovétríkin hefðu verið brot- in á bak aftur, — ef nasisminn hefði sigrað þau. Ef Sovétríkin hefðu tapað stríðinu? Hefði nasistaherjunum tekist að brjóta Sovétríkin á bak aftur, drepa flestalla kommúnista sterkasta kommúnistaflokks heimsins — eins og fyrirskipað var, og hneppa alþýðu þá, sem af lifði í þrælahald, þá hefði kné verið látið fylgja kviði gagnvart allri verkalýðshreyfingu Evrópu: England og Svíþjóð hefðu farið sömu leið og verkalýðs- flokkar meginlandsins. í fangabúðum og á aftökustöðum hefðu kommúnistar og sósíal- demókratar staðið hlið við hlið, fyrst þeir báru ekki gæfu til að standa saman um að ráða niðurlögum fasismans strax í byrjun. Að líkindum væri þá veröldinni skipt í þrjú meira eða minna fasistísk stórveldi: 1) Nasistískt Þýskaland, harðstjóri Evrópu og olíulanda Asíu. — 2) Japan herdrottnanna, ráðandi allri Vestur-Asíu, máski Ástralíu með, — og 3) Bandaríki Mac-Carthy-ismans, — máski öll þrjú nú með atómbombur, — en sósíalistísk verkalýðshreyfing barin niður um aldir — ef til vill svipað og í „Járnhæl” — martröð Jack Londons. Þessi mynd er ekki of dökk og hún ætti að sýna og sanna hverjum þeim, sem ann lýð- ræði og sósíalisma frá hvílíkum skelfingum Sovétríkin björguðu veröldinni með hinum miklu fórnum sínum og fádæma hetjuskap í heimsstríðinu 1941—45. Því má alþýða heims aldrei gleyma. E.O. 101

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.