Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 41

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 41
sem tölvutæknin tekur á sig og hugsanlegar afleiðingar, sem rekja rná til hennar eru póli- tískar ákvarðanir og félagslegar gerðir. Tölvutækni í þágu lýðræðis og almannaheilja Tölvutæknin liefur upp á margt að bjóða. En forsendur þess að tölvur verði tæki í þágu lýðræðis og almannaheilla er að fjöldasam- tök eins og verkalýðsfélögin fái afgerandi hlutverk í hönnun tölvukerfa og aðlögun tölvutækninnar. Fækkun atvinnutækifæra vegna nýrrar tækni er ekkert nýtt fyrirbæri. Alla tuttustu öldina hefur atvinnutækifærum fækkað í landbúnaði. Fjölgun atvinnutækifæra í iðn- aði á fimmta og sjötta áratugnum var ekki eins hröð og menn höfðu vænst. Vinnumála- stofnun Englands skýrði frá því á sínum tíma að á árunum 1957—1964 hefði verkfærum mönnunr fjölgað urn 4 milljónir þar í landi. En vegna aukinnar sjálfvirkni og meiri fram- leiðni með færri starfsmönnum, þá gat iðn- aðurinn aðeins tekið við 5% nýja vinnuafls- ins. Vænlegur hagvöxtur fimnrta og sjötta áratugarins og pólitískar ákvarðanir gerðu kleyft að leysa atvinnuleysisvandamálið, sem annars hefði orðið, nreð því að til opinberra aðila voru ráðin 45% þessara fjögurra millj- óna, sem bættust við verkfæran fjölda. Tölvutæknin mun gera kleift að framleiða enn meira magn af sumum iðnaðarvarningi með færri starfsmönnum en áður hefur þekkst. En vegna óhagstæðari hagvaxtar og vegna þess hvar tölvutæknin hentar verður sennilega ekki hægt að ráða fram úr atvinnu- leysisvandamálum hennar með sömu brögð- um og notuð voru á fimmta, sjötta og sjö- unda áratugnum. Sérhver ný tækni hefur haft þau áhrif að jafnframt því að eyða at- vinnutækifærum þá skapar hún ný verkefni og ýtir undir þróun annarra. Vafalaust mun sama gerast jafnframt tölvutækninni en líkur eru á að hún muni skella yfir mun hrað- ar en aðrar tæknibylgjur svo umhugsunar- tíminn er ef til vill styttri nú fyrir verkalýðs- hreyfinguna og stjórnmálamenn hennar að bregðast við. Verði til góðs Til þess að tryggja rétt viðbrögð þarf verkalýðshreyfingin að vera með í undirbún- ingi og skipulagi fyrir framtíðina. Til þess að áhrif breyttrar uppbyggingar atvinnulífsins °g þjóðfélagsins vegna tölvutæknilegra framfara, verði sem flestum til góðs þarf að gera ráðstafanir af sóknarhug. Samfélagið verður framvegis að vera virkara og hafa meira frumkvæði gagnvart atvinnulífinu. Opinbert fjármagn á að nota sem stjórntæki í atvinnulífinu. Takmark þess á að vera til þess að þeir sem missa atvinnuna vegna hinn- ar nýju tækni fái önnur verkefni við sitt liæfi. Öll meiriháttar áhrif á atvinnulíf vestur- landa koma fram og eru í eðli sínu alþjóðleg. Ör tækniþróun í þessum löndum hefur við- tæk áhrif á atvinnulíf annarra landa. Frá sjónarhóli alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar eru áhrif örrar tækniþróunar svipaðs eða jafnvel sama eðlis, hvar sem hún á sér stað. Þess vegna er það verðugt verkefni alþjóða samtaka stéttarfélaga að snúast gegn óæski- legum áhrifum, sem fylgja þessarri tækni- nýjung. Þegar hagsntunir einkaágóðans ráða einir ferðinni gleymast oft mikilvæg markmið eins og t.d. aðlaðandi ytra umhverfi, örugg vinna og framleiðsla vöru með raunverulegan til- gang. Þegar ný tækni er tekin til nota vegna 105

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.