Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 31

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 31
arfulltrúa og bað þá að sýna að þeir gætu ekki aðeins deilt um mikilsverð málefni, heldur einnig staðið saman um úrlausnir mikilvægra mála. Ræða hans hafði þau áhrif að borgarráð tilnefndi einn mann úr hverjum flokki til að vinna saman undir forsæti borg- arstjóra að málum fatlaðra. Það var strax hafist handa um að gera fötluðum auðveldara að ferðast um borgina. Fláar voru teknir í gangstéttabrúnir og bíla- stæði sérstaklega ætluð fötluðum gerð á nokkrum stöðum, eftir ábendingum fulltrúa fatlaðra, sem starfað hafa með nefndini frá upphafi. Kjarvalsstaðir voru gerðir aðgengi- legir fyrir fólk í hjólastólum og áformað er að vinna að því að gera fleiri byggingar að- gengilegar fötluðum eftir því sem gerlegt er með skaplegu móti. Næsta verkefni á því sviði verður Laugardalshöllin. Mikilvægasta aðgerðin fyrir hreyfihamlaða mun þó vera stofnun og starfræksla ferðaþjónustu fatl- aðra. Sú starfsemi er á vegum Strætisvagna Reykjavikur en Öryrkjabandalagið tekur á móti beiðnum um keyrslu. Nú eru þrír bílar í notkun sem auðveldlega geta flutt fólk í hjóla- stólum og fargjaldið er það sama og greitt er í strætisvögnum. Áætlað er að nota á þessu ári 400 þúsund krónur í nýjar bifreiðir í þessu skyni. Við Grensásdeild Borgarspítalans er verið að byggja sundlaug, sem gerð verður fokheld nú á ári fatlaðra. Þar er um sameiginlega framkvæmd ríkis og borgar að ræða og ríkið ber hitann og þungann af framkvæmdinni. Framlag borg- arinnar á þessu ári er kr. 600 þúsund. Flér er um mikilvæga byggingu að ræða, sem koma mun að miklum notum við endurhæfingu hreyfihamlaðra. í tilefni árs fatlaðra ákvað borgarstjórn á síðastliðnu hausti að gefa Öryrkjabandalagi íslands þrjár milljónir króna, sem renna eiga til byggingar verndaðs vinnustaðar, sem Ör- yrkjabandalagið hefur þegar hafið fram- kvæmdir við á lóð sinni við Flátún. Greiðsl- unni verður skipt á þrjú ár og fyrsta milljón- in afhent á þessu ári. Enn gengur ekki nógu vel að útvega ör- yrkjum atvinnu, og nýverið gekkst borgar- stjóri fyrir fundi með fulltrúum atvinnuveg- anna til þess að koma á víðtæku samstarfi um atvinnumál fatlaðra. Á þessum fundi áttu sæti fulltrúar vinnuveitenda og stéttar- félaga ásamt fulltrúum öryrkja og ráðninga- stofu borgarinnar og þeir fulltrúar flokk- anna sem setið hafa í nefnd um málefni fatl- aðra frá 1978 undir forsæti borgarstjóra eins og áður er getið. Óhætt er að gera ráð fyrir að það samstarf, sem þarna var hafið geti fært okkur nær þvi marki að gefa öryrkjum kost á vinnu við hæfi hvers og eins og veita þeim þar með þau grundvallar mannréttindi sem rétturinn til vinnu á að vera. Börnin Sósíalistar hafa löngum verið iðnir við að krefjast fleiri dagheimila og þeirri kröfu héldu núverandi samstarfsflokkar okkar einnig hátt á lofti við síðustu borgarstjórnar- kosningar. Við hlutum því óhjákvæmilega að setja metnað okkar í að standa okkur á þessu sviði. Og nú þegar getum við státað af því að hafa tekið í notkun eftirtalin átta dag- vistarheimili fyrir börn. Dagh./skóladagh. Suðurborgi Breiðholti III fyrir 69 börn (1979) Dagheimilið Vesturborg við Hagamel fyrir 34 börn (1979) Skóladagheimilið Völvukot í Breiðholti III fyrir 20 börn (1979)

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.