Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 32

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 32
Dvalar og hjúkrunarheimili við Snorrabraul í júlí 1981. Leiksk./dagheimilið Iðuborg i Breiðholti III fyrir 89 börn (1980) Leiksk./dagheimilið Fálkabakki í Breiðholti I fyrir 89 börn (1980) Leiksk./dagheimilið Hálsasel í Breiðholti II fyrir 89 börn (1980) Skóladagheimilið Blöndubakki í Breiðholti I fyrir 20 börn (1980) Skóladagheimilið í Austurbæjarskóla fyrir 20 börn (1980) Þetta eru samtals 430 pláss. 134 á dag- heimilum, 80 á skóladagheimilum og 216 á leikskólum. Á þessu ári verður aukningin um 150 pláss. Það verður opnað dagvistunar- heimili við Ægissíðu en þar verður dagheim- ilisdeild og tvær leikskóladeildir. Einnig kemst í gagnið skóladagheimili við Suður- hóla og í Breiðholti verður einnig leikskóla- deild í færanlegu húsnæði. Jafnhliða þessari uppbyggingu hefur mikið starf verið unnið til að gera daggæslu barna á einkaheimilum betri. Eftirlitsfóstrum hefur verið fjölgað og námskeiðahald fyrir dagmæður aukið. Mjög mikilvægt er að dagheimilunum hefur verið gert kleift að taka við þroskaheftum börnum og í því skyni hafa verið ráðnir þroskaþjálfar til starfa og einnig ráðgefandi sálfræðingar. Mikið hefur verið fjallað um innra starf dagheimila, því dagheimili eiga ekki einungis að vera mörg heldur einnig góðar stofnanir fyrir þau börn sem þar dvelja. Sú ánægju- lega samþykkt var gerð á síðastliðnu hausti að nokkur hluti dagvistarplássa skyldi vera tiltækur fyrir börn giftra foreldra og jafn- framt hefur verið lögð fram uppbyggingar- áætlun sem miðar að því að fullnægja á ár- unum 1981 —1990 þörfum barna á forskóla aldri fyrir dagheimili og leikskóla, og þörfum á skóladagheimilum fyrir 6—9 ára börn. Skrifað í apríl 1981 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.