Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 18

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 18
f Bandariks hermálayfirvöld „sýna” nú AWACS vélar sínar hvarvetna þar sem þau vilja lcggja áherslu á árásarhæfni sína. Flugvellir þar sem AWACS vélar eru staðsettar eru mcðal hættumestu staða á jörðinni. þar sem ræða ætti bann við eiturlyfjum undir forystu forfallinna eiturlyfjaneytenda. Því vex þeirri skoðun nú fylgi að ríkjahópar utan stórveldanna verði að taka sig saman og grípa til eigin aðgerða. Frumkvæði smáríkja, samtök meðalstórra ríkja um afvopnunaraðgerðir og brottvísum kjarnorkuvopna af eigin landsvæði, Evrópu- ráðstefna um afvopnunarmál án þátttöku stórveldanna, kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd, Evrópa án atómvopna frá Póllandi til Portúgal. Allt kann þetta að virðast óraun- sætt gagnvart ægivaldi stórveldanna og áformum þeirra um meiri eða minni heims- yfirráð. En þó verður í lengstu lög að gera ráð fyrir því að skynsemi sigrist á brjálæðinu og það verði almennt viðurkennt að varnir gegn atómvopnum eru ekki til nema þær að hafa þau ekki og tengjast ekki notkun þeirra. Heiminum er nauðsyn að afvopnast ætli mannkynið sér framtíð á jörðunni. íslend- ingar geta minnst árangurs síns í landhelgis- málum þegar um það er að tefla að vega og meta árangur af frumkvæði smáríkja. Við skulum því gera það að algjöru forgangsmáli í íslenskum stjórnmálum að rjúfa tengsl ís- lands við kjarnorkuvopnakerfin, setja lög um bann við geymslu atómvopna á Islandi og krefjast 200 mílna kjarnorkuvopnalausr- ar lögsögu út frá ströndum landsins, og taka fullan þátt í umræðum um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd og atómfría Evrópu. Góðar stundir. 82

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.