Réttur - 01.04.1981, Side 6
hafði engu að síður mikil samskipti við blaða-
mennina og prentarana, einkum á kvöld-
vöktunum. Það voru skemmtilegar stundir
þar sem iðkaðar voru blátt áfram listrænar
orðahnippingar, kannski ekki prenthæfar,
en svo minnisstæðar að við sem reyndum
geymum þær lengi í hugskoti okkar. Hlátur
Magnúsar og gamanmál hans voru smitandi
og sterk; grínisti var hann með afbrigðum og
fundvís á skoplega hlið flestra tíðinda.
Það vildi svo til fyrir röð af tilviljunum
sem ekki er efni til að gera grein fyrir hér að
ég var ráðinn til verka á Þjóðviljanum í júní-
mánuði 1964 og starfaði á blaðinu lengst af
síðan sem blaðamaður í allskonar skrifum
með Magnúsi Kjartanssyni, en hann lét af
starfi við blaðið í júlí 1971. Það var mér
mikil gæfa að fá að fylgjast með starfinu á
blaðinu á þessum árum undir ritstjórn Sig-
urðar Guðmundssonar og Magnúsar. Þrjú
aðalefni voru efst á dagskrá stjórnmálabar-
áttunnar á þessum árum: í fyrsta lagi barátt-
an gegn bandaríska hernum og auknum áhrif-
um hans sem birtust á öðru hverju heimili
hér í þéttbýlinu með bandaríska hermanna-
sjónvarpinu. í öðru lagi var það baráttan
gegn inngöngu íslands í Efnahagsbandalagið
og baráttan gegn áhrifum alþjóðlegra auð-
hringa hér á landi, samningunum við Alu-
suisse. í þriðja lagi var það baráttan fyrir
bættum lífskjörum allrar alþýðu, sem var at-
vinnulaus og landflótta á síðustu árum við-
reisnarfélags Alþýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks. Hér var því í senn um að ræða bar-
áttu fyrir menningarlegu sjálfstæði þjóðar-
innar, forræði yfir bjargræðisvegum til
lands og sjávar og fyrir tekjuskiptingu al-
þýðu í vil, en til dæmis um kjörin skal þess
getið að á áratug viðreisnarfélagsins voru
lægstu tekjur aldraðra og öryrkja um þriðj-
ungur af því sem um er að ræða í dag. í bar-
áttunni fyrir efnahagslegu sjálfstæði lands-
manna var við harðvítuga andstæðinga að
eiga. Það voru sömu öflin sem börðust fyrir
því að selja raforku landsmanna á spottprís
og fyrir aðild íslands að Efnahagsbandalag-
inu. Það voru sörnu aðilar sem beittu sér
fyrir nauðungarsamningunum við Breta og
Vestur-Þjóðverja í landhelgismálinu, en þeir
samningar byggðust á því að landhelgina
mætti aðeins færa út með leyfi þessara ríkja
— úr 12 sjómílum. Það tókst með öflugu
andófi á viðreisnarárunum að koma í veg
fyrir aðild íslands að Efnahagsbandalagi
Evrópu: „Gegn EBE og ABD” var kosn-
ingakjörorð okkar 1963 sem sýnir hve nærri
lá að íslendingar yrðu aðilar að Efnahags-
bandalagi Evrópu. Þessi mál öll nefni ég
vegna þess að þau ber hæst i skrifum Magn-
úsar á þessum áratug og árangurinn sýnir að
með starfi og upplýsingum við erfiðustu að-
stæður er unnt að vinna sigur. Magnús og
Lúðvík voru ráðherrar Alþýðubandalagsins í
vinstri stjórninni og niðurstaða þeirrar stjórn-
ar var sem kunnugt er verulegur árangur á
öllum þeim sviðum sem áður voru nefnd:
í fyrsta lagi var sagt upp nauðungarsamn-
ingunum við Breta og Vestur-Þjóðverja, en
uppsögn þeirra var forsenda sigurs í land-
helgisdeilunni við útfærslu landhelginnar í
50 og 200 sjómílur.
I öðru lagi var stöðvuð innrás erlendra auð-
hringa í landið með þeim hætti sem varð í
Straumsvik. (Það er íhugunarvert að einmitt
þessa dagana er margt af því að koma í ljós
sem Magnús Kjartansson benti á er hann var-
aði við afleiðingum álsamningsins.) Vinstri-
stjórnin beitti sér fyrir alhliða eflingu inn-
lendra atvinnuvega og Magnús Kjartansson
beitti sér sérstaklega fyrir því sem iðnaðar-
ráðherra að íslendingar tækju orkulindirnar
í sína notkun, í eigin þágu en ekki erlendra
70