Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 23

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 23
Evrópsk barátta — íslenskur málstartur. hefur Helmut Schmidt gerst boðberi nauð- synjar á nýjum kjarnorkueldflaugum. Sú stefna kveikti hins vegar slíkan eld í hans eig- in röðum að hin aldna kempa Willy Brandt hefur orðið að taka forystu fyrir friðarkröf- um. Hann beitir sér svo kröftuglega að sumir telja að ferill Schmidt kunni senn að vera á enda runninn. Þannig mætti lengi rekja ný- leg dæmi. Nú er svo komið að hirðmenn stríðs- maskínunnar ræða áhyggjufullir um ,,frið- arveikina” sem að þeirra sögn hrjáir Evrópu. Vígglaðir vopnaframleiðendur geta vart vatni haldið af ótta við þessa friðarveiki sem þeir líkja við hræðilega sótt. Þeir eygðu nefnilega von í mikinn gróða við framleiðslu á kjarnorkueldflaugunum sem færa skal til Evrópu á næstu þremur árum. Evrópsk Ragnarök Nato hefur ákveðið að bæta 600 banda- rískum eldflaugum við vopnabúrið í álfunni. Sérhver þeirra býr yfir margföldum útrým- ingarkrafti Hirosimasprengjunnar. Hin nýja viðbót flytur því til evrópskra landa þúsunda- faldan gereyðingarkraft hins japanska ör- lagadags. Megatonnamáttur nýju bandarísku kjarnorkueldflauganna jafngildir tortiming- argetu upp á 2000 — 3000 milljónir manna og er þó fyrir í álfunni kjarnorkubúr eld- flauga og flugsprengja sem ætlað er að ger- eyða öðru eins. Það er viðbótin ein sem nægir til að gera álfuna alla fjórum sinnum að eyðimörk algjörs dauða og veröldina hálfa og vel það að heimi heljar. Ásamt þeim sprengjuforða sem fyrir er í Evrópu fela hin- ar nýju áætlanir í sér megatonna gereyðing- argetu sem nægir ríflega til að granda öllum jarðarbúum. Hermenn horfa á upphaf Stokksnesgöngu. 87

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.