Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 42

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 42
efnahagslegra og tæknilegra ástæðna ein- göngu en félagsleg áhrif ekki tekin með i dæmið, þá má leiða að því allsterk rök að kostnaður við tölvuvæðingu sé vanmetinn. Nauðsynlegt er að verkalýðshreyfingin fái að eiga verulegan hlut að máli þegar tekin er upp ný tækni og það hve mikið skuli fjár- festa, í hverju og á hvaða hátt. Þegar til lengri tíma er litið virðist ljóst, að til þurfi að koma breytt eignaraðild svo sameiginleg fjármagnsmyndun aukist. Eignaraðild eða annars konar form á meðákvörðunarrétti starfsmanna er hugsanleg leið einnig svo aukin afskipti þess opinbera á stjórnun í at- vinnulífinu svo sem varðandi fjárfestingar. Sé skattakerfið þannig úr garði gert, að skattabyrðinni sé í meira mæli en nú jafnað niður á hina ýmsu þætti framleiðslunnar, falla niður rökin fyrir því að taka í notkun nýja tækni, sem hefur í för með sér minni notkun vinnuafls, aðeins skattanna vegna. Rétt er að taka upp á alþjóðavettvangi verka- lýðshreyfingarinnar spurningar um skatta eða aðrar álögur svo og um aðrar leiðir til þess að hafa áhrif á að kostnaður og félags- legar afleiðingar tölvutækninnar verði tekin til umræðu í alþjóðastofnunum. Saman- burður á reynslu og skoðanaskipti við verka- lýðsfélög í sósíalísku löndunum er í þessu sambandi mikilvægur. Alþjóðlegt boðkerfi til dreifingar á upplýsingum þarf að styrkja og koma á þar sem þeirra er augljóslega þörf. Með tölvutækninni hafa ráðsmenn hennar fengið í hendur tæki er skapa skilyrði til strangari stjórnunar og eftirlit með upplýs- ingu allri. Fram til þessa hafa tölvur því mið- ur einkum verið notaðar þannig að afleiðing tölvuvæðingar hefur oft orðið tilbreytinga- snauðari vinna. Þannig hefur vinnuferillinn verið gerður stöðugt einfaldari og starfs- menn fá ekki að nota nema sáralítinn hluta kunnáttu sinnar. Þetta gerist á tímum sifellt meiri almennrar menntunar og upplýsinga. Atvinnurekendur hafa með því að skapa sér aðstöðu til þess að gera vinnuna sífellt ein- faldari og einhæfari fundið þau rök að með því að vera minna háðir kunnáttu launþeg- anna geti þeir með rétti sett fram kröfur um lægri laun. Prentaradeilur í nágrannalönd- um okkar eru af þessum toga. Ekki síður er áberandi að með tölvunotk- un við stjórnun og ákvarðanatöku í fyrir- tækjum og opinberum rekstri hafa tölvur fram til þessa unnið gegn kröfum um lýð- ræðislegra atvinnulíf. Nauðsynlegt er að fulltrúar launþega fái tíma og fjármagn til þess að geta tekið virkan þátt í hverskonar kerfisþróun. Ekki væri óeðlilegt að það teljist vera hluti eðlilegs kostnaðar við að koma á nýrri tækni eins og tölvum. Tölvur er hægt að nota á margan hátt til jákvæðra áhrifa á vinnuumhverfið og aðbúð alla á vinnustaðnum. Þær stórauka mögu- leikana á því að útrýma líkamlega og andlega slítandi störfum og ekki síst störfum nteð efni og varning, sem er mannslíkamanum hættuleg. Á hinn bóginn getur tölvutæknin aukið einhæfni, bætt við eða breytt hættum við framkvæmd vinnunnar. Aðalatriðið er að starfsmenn, stéttarfélög og aðrir þeir aðil- ar, sem þekkja til annarra sjónarmiða en einkaágóðans, fái að vera með í ákvarðana- tökunni um þessa tækni. Verkefni stéttar- félaganna er með samningum að tr.vggja þennan rétt. Verkefni flokks verkalýðsstétt- arinnar og stjórnmálamanna hennar er að skapa lagalegan grunn til þess að mæta óbil- gjörnustu kröfum atvinnurekendanna og vernda með því lýðrétt jafnt og sameiginlegt itmhverfi okkar og land. 106

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.