Réttur


Réttur - 01.04.1981, Side 30

Réttur - 01.04.1981, Side 30
tómstundavinnu og sitt hvað fleira. Aðal- byggingunni við Dalbraut var lokið í nóvem- ber 1979, en þar eru 48 einstaklingsibúðir. í þremur húsum á sömu lóð eru svo samtals 18 hjónaibúðir og við þær var lokið á fyrstu mánuðum ársins 1980. Nú með haustinu er ráðgert að taka upp nýja þjónustu á Dal- braut. Þar á að taka á móti öldruðu fólki, sem á erfitt með að dvelja eitt daglangt, til dagdvalar. Þetta fólk mun njóta þeirrar þjónustu, sem heimilið býður upp á og það verður innréttað áður ónotað rými í kjallara til þess að daggestirnir geti lagt sig, ef þeir þreytast. Aukin þjónusta hefur einnig verið tekin upp í húsum fyrir aldraða sem borgin hafði áður byggt og nú eru á fjárhagsáætlæun borgarinnar 3,2 milljónir sem eiga að renna til starfseminnar í fjölbýlishúsum aldraðra. Sambærilegur liður var ekki fyrirferðar- mikill í fjárhagsáætlunum á árum áður. Þegar byggingunni við Snorrabraut lýkur á að taka til við meiri háttar framkvæmdir fyrir aldraða í Seljahverfi. Þar á að vera dvalar- og hjúkrunarheimili og auk þess íbúðir í smærri húsum. í þessari þjónustu- miðstöð er gert ráð fyrir 160—170 íbúum. Teiknivinna vegna þessara húsa er nú að hefjast. Fatlaðir Fatlaðir settu sín mál á dagskrá hins nýja meirihluta strax sumarið 1978 með eftir- minnilegri fjöldagöngu á fund borgarstjórn- ar, sem tók á móti gestahópnum á Kjarvals- stöðum. Magnús Kjartansson ávarpaði borg- Byggingaframkvæmdir við Borgarspítalann á byggingarstigi í apríl 1981. 94

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.