Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 34

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 34
„Ncw York Times” lcil raunhæfl á innrás Hitlers. Hann ætlaði sér að gleypa meira en liann gat. Ronald Reagen gæti af honum lært. Afturhaldsöfl Bandaríkjanna spáðu líka skjótu hruni rauða hersins og óstöðvandi sig- urgöngu hins þýska hers þó aðrir litu raun- sæjar á málið. Og jafnvel hér úti á íslandi voru látnar í ljósi vonir um sigur Hitlers, á hinum æðstu stöðum: þegar ísleifur Högnason lét í ljósi í þingræðu hvað það þýddi, ef Hitler sigraði Sovétríkin, kallaði einn þingmaður íhaldsins frammí: ,,Þess óskum við allir”. Og jafnvel í ysta hægri armi Alþýðuflokksins var hatrið á kommúnistum slíkt að ritað var í ritstjórnar- grein í Alþýðublaðinu 12. ágúst 1941. ,,Hið eina menningarsögulega afrek nasismans verður að brjóta kommúnismann á bak aftur.” (Sú grein var þó ekki skrifuð af rit- stjóra blaðsins.) Það vantaði ekki þýska nákvæmni við út- reikninga blóðbaðsins: Himmler kvaðst, í október 1942, þurfa 80—120 miljarða marka til byggingar þrælabúða og húsnæðis, til að gera „austrið þýskt”. Hann reiknaði með 14 miljónum fanga til starfa við þessar bygging- ar og sökum þess hve fljótlega þeir dæju í fangabúðunum var áætlað að Himmler þyrfti á 20 árum a.m.k. 29 miljónir þræla. Hitler sagði í þröngum hóp í október 1941 að ríkið hefði eitt hlutverk i hinum herteknu sovétsvæðum: „Það að gera þau þýsk”. („Germanisierung). ,,Við flytjum þangað þjóðverja og frumbyggjana lítum við á sem indíána... Mér er alveg sama hvað síðari tím- ar kunna að segja um þær aðferðir, sem ég verð að beita”. Og þegar Sovétríkin væru að velli lögð, þá skyldi England tekið. Hitler sagði við forseta herforingjaráðsins, Halder, 31. júlí 1940: ,,Von Englands er Rússland og Ameríka. Þegar vonin um Rússland bregst... þá er síð- asta von Englands brostin”. Það átti þó ekki að fara illa með England, þótt sigrað væri. Orð Hitlers um meðferðina á því hljóða svo: „Vegna almenns friðar látum við England halda sér í núverandi mynd. Lokasigri vor- um verður fylgt eftir með sáttastefnu. Engar eyðileggingar, engar skaðabætur. Bara kon- ungurinn verður að fara og hertoginn af Windsor kemur í stað hans. Við hann ger- um við vináttusamning til eilífðar í stað frið- arsamnings. Ribbentrop verður sendur til Englands sem aðalríkisstjóri og ráðgjafi konungs, enda verði honum veitt tign og vald ensks hertoga”. Önnur Evrópulönd áttu að verða eins- konar hjálendur hins þýska stórríkis. Þannig átti öll Evrópa að verða eitt alls- lierjar fangclsi þýska arnarins í Berlín. Og frá Suður-Rússlandi og Kákasus ætl- 98

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.