Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 10

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 10
Hcr er samanburAur á hernaAarúlgjöldum á heimsvísii 1971 og 1980. Hlutfall þriðja hcims landa í heildar- útgjöidum hefur vaxið úr 9% í 16%. NATÓ-ríkin eru 1980 með 43% hernaðarútgjalda og Varsjárhandalagið með 26%. Heimild SIPRI. urs, valur kannaður að kvöldi og kröftum safnað fyrir orrustu morgundagsins um næt- ur, eins og lesa má í sögubókum. Veruleiki nútímastríðsins er annar. í fyrri heimsstyrj- öldinni voru aðeins 20% þeirra sem féllu al- mennir borgarar, í seinni heimsstyrjöldinni rösklega helmingur, í Kóreustríðinu um 80% og í Víetnamstríðinu voru um 90% fallinna almenningur eins og ég og þú. Og svo hrika- leg voru náttúruspjöllin í síðastnefnda strið- inu, að aldir munu líða þar til gróðurmagn jarðar fær læknað þau sár. Hinir dauðu tala ekki, en skelfingin býr í augum þeirra sem lifðu af Auswitch, eld- stormana í Berlín og Dresden og gjöreyðing- arárásir á bændaþorp í Víetnam eins og My Lai. Skelfing og máttvana reiði hefur og sest að í augum áströlsku hermannanna sem sprautuðu eitri á akra víetnamskra bænda, og mega nú horfa upp á það að börn þeirra fæðast vansköpuð, fáráðlingar eða útlima- laus. Glæpur gegn mannkyni Allt er þetta þó hégómi miðað við atóm- bombuna. Þessa dagana eru 36 ár liðin frá því að Bandaríkjamann bundu enda á stríðið við Japani með því að varpa atómsprengjum á Hiroshima og Nagasaki. 36 ár síðan atóm- öldin gekk í garð, og þó eru enn þúsundir manna frá þessum borgum að veslast upp og deyja af völdum sprengjunnar fyrir 36 árum. Bandaríkjamenn luku heimsstyrjöldinni síð- ari með því að tilkynna að þeir ætluðu sér hlutverk herraþjóðar í heiminum í krafti atómbombunnar. Aðeins fjórum árum síðar höfðu Sovétmenn náð valdi á atómsprengj- unni. 1953 sprengdu Bandaríkjamenn fyrstu vetnissprengjuna og ári síðar var komið að Sovétmönnum. Síðan þá hefur vopnakapp- hlaupið milli stórveldanna fyrst og fremst snúist um smíði kjarnorkuvopnanna. Kjarn- orkuveldin eru nú orðin fimm, og gert er ráð fyrir því að á þeim áratug sem nú er að hefj- ast muni mörg fleiri ríki bætast í klúbbinn. Það væri hægt að setja á langar tölur um eyðileggingarmátt kjarnorkuvopna. Flestir þekkja söguna frá Hiroshima og Nagasaki. Sprengjurnar sem þar féllu eru þó aðeins leik- föng miðað við þau tól sem nú eru í vopna- búrum atómveldanna. Talið er að um 60 þúsund atómvopn séu í heiminum í dag, og sprengjumáttur þeirra sé nægilegur til þess að eyða öllu lífi á jörðinni, og gera hana óbyggilega nokkru kviku, ekki aðeins einu sinni, heldur 6 til 7 sinnum. Þetta er í sjálfu sér nægilegt til þess að sýna fram á fárán- leikan sem í því felst að ræða um stríð með atómvopnum og varnir gegn því. Notkun kjarnorkuvopna er glæpur gegn mannkyni. Alva Myrdal fyrrum sendiherra og ráðherra afvopnunarmála í Svíþjóð, og Jens Evensen þjóðréttarfræðingur og fyrrum hafréttarmálaráðherra Noregs, hafa sett 74

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.