Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 26

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 26
vík flytur boð um ferðir kjarnorkukaf- báta í undirdjúpunum. — Radartengingar á austfirskum útnesjum og á Reykjanesskaga sem binda haf- djúpahernaðinn við boðskiptakerfi gervihnattanna og þaðan til heimsmið- stöðvarinnar í stríðskerfi stórveldisins. — Orion vélar sem gegna lykilhlutverki i starfrækslu kafbátahernaðarins og eru i sífelldum leiðöngrum á haf út til að varpa hlustunarduflum í sjóinn á ís- landsmiðum um leið og þær eru i beinu sambandi við Stokksnes og Keflavík. — Phantom þoturnar sem eru búnar til flutnings á kjarnorkusprengjum og bíða í viðbragðsstöðu dag og nótt á brautar- enda Keflavíkurflugvallar. — Awacs vélarnar, tækniundrin nýju, sem samtímis geta stýrt árásarflota 100 her- flugvéla frá íslandi, Bretlandi og Noregi og annast stjórnun á atlögusiglingu tuga herskipa. Allt þetta kerfi — Sosus, Orion, Phantom og Awacs, fjarskiptastöðvar fyrir gervihnetti og annar tæknibúnaður Bandarikjanna á ís- landi bæði á Reykjanesskaga og á Stokksnesi — hefur fært land okkar í brennidepil kjarn- orkuhernaðar kafbátakerfisins á Norður- Atlantshafi. Það er deilt um hvort sjálfar helsprengj- urnar eru geymdar innan amerískra viggirð- inga á íslandi. Svarið veit enginn íslending- ur. En fjöldi erlendra sérfræðinga telur ís- land til kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkjanna og lygavefurinn sem í sumar var afhjúpaður í Japan sýnir að varlega skal treysta loðnum yfirlýsingum stjórnvalda. Þótt staðsetning sjálfs helvopnsins kunni að vera deiluatriði er hitt óvéfengjanleg stað- reynd sem enginn hefur treyst sér til að mót- mæla að eðli þess tæknibúnaðar, sem komið Stokksnesstöðin er stuðningsstöð í kjarnorkuvopna- kerfinu. hefur verið upp á Stokksnesi og á Reykjanes- skaga, gerir ísland að lykilstöð í þvi flókna tæknineti sem myndar kjarnorkuvopnakerfi stórveldisins á norðurslóðum. Hernaðargildi Stokksnes- stöðvarinnar Kjarnorkuvopnavígbúnaður er ekki aðeins frábrugðinn fyrri vopnum hvað snertir hinn óhugnanlega gereyðingarmátt. Sérstaða hans birtist einnig í mikilvægi hins háþróaða tæknibúnaðar og tengslum stoðtækja á fjar- skiptasviðinu við sjálfan skotbúnað hel- sprengjunnar. í kjarnorkukafbátahernaði fæst marksækni í miðuninni aðeins með þjónustukerfi sem myndað er úr Sosus- köplum, Orion-leiðöngrum, Awacs-stýring- um og gervihnattamiðstöðvum. Fáeinir her- menn í tæknivæddri stuðningsstöð i kjarn- orkukerfinu geta aðstoðað við gereyðingu sem hundruðir hersveita í gamaldags hernaði hefðu aldrei megnað að framkvæma. Stokksnesstöðin er einmitt slík stuðnings- stöð í kjarnorkuvopnakerfi kafbátahernað- arins. Fámenni hermannanna má ekki villa 90

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.