Réttur


Réttur - 01.04.1981, Side 43

Réttur - 01.04.1981, Side 43
Heimskreppa kapítalismans: Skellur atvinnuleysisaldan einnig yfir ísland? Slíkt er tilgangur afturhaldsins með leiftursókninni: atvinnuleysi og eignamissir verkalýðs Heimskreppa sú, sem nú ríður yfir stóriðjulönd auðvaldsins, er hin versta síðan heimskreppan mikla (1929—33). Sárasta afleiðingin fyrir verkalýðinn er atvinnuleysið — og sér enn ekki fyrir endann á því, enda víða tekið að nota hörkuaðferðir Friedmans- kenninga: auka atvinnuleysið og lækka eða afnema atvinnuleysisbætur (Chile, Eng- land, Bandaríkin o.fl.). í OECD-löndunum, en í þeim eru 24 lönd allt frá Ástralíu til Bandaríkjanna, voru at- vinnuleysingjar 1978 15,9 miljónir, 1979 16,05 milj., 1980 19 miljónir, 1981 (í janúar) 24 miljónir. — í Englandi náði tala atvinnuleysingja hámarki síðustu 50 ára í júní 1981: 2,68 miljónir eða 11,1% allra vinnufærra manna. Sárast bitnar atvinnuleysi auðvaldsland- anna á æskulýðnum. Hlutfall æskulýðs undir 25 ára aldri var 1980 í helstu auðvalds- löndunum þetta: í Bandaríkjunum 45,7% í Vestur-Þýskalandi 27,2 % í Frakklandi 45,2% í Englandi 46,6% í Ítalíu 62,2% (Heimild er „Labour Force Statistics” OECD, París.) Afleiðingin fyrir þann æskulýð, sem dæmdur er til atvinnuleysis, er ægileg: Eitur- lyfjanautn, hverskonar ofbeldi og glæpir vaxa þá hröðum skrefum — og væri efni i sér- staka grein. Önnur afleiðing atvinnuleysis fyrir þann verkalýð, sem vinnu hefur, er lækkun raun- tekna. Raunveruleg vikulaun í Bandaríkjun- um (að landbúnaði undanteknum) voru 1960 82,25 dollarar (verðlag miðað við 1967), 1973 95,70 dollarar, 1978 92,53 dollarar, 1979 89,27 dollarar og 1980 83,56 dollarar. Sú hörmung, sem óttinn við að missa vinn- una veldur, verður ekki í tölum talin. Hið skelfilegasta af öllu — að gereyðingar- 107

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.