Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 13

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 13
gjaldgeng í stórveldaátökum. Jimmy Carter þáverandi forseti Bandaríkjanna sló því föstu að Bandarikjamenn áskildu sér rétt til þess að grípa til hernaðarlegrar íhlutunar í þriðja heiminum ef lífshagsmunir þeirra krefðust, sérstaklega ef um væri að ræða að- gang að olíu- og hráefnum. Harold Brown varnarmálaráðherra Carters lýsti því yfir að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum við Persaflóa, og svara árás þar með beitingu kjarnorkuvopna á norðurslóðum, þ.e.a.s. á norðurvæng NATÓ eins og það er nefnt. Hér skína þær kenningar í gegn sem segja að hægt sé að heyja atómstríð sem takmarkast við ákveðið svæði. Þær byggja á hinn bóg- inn á því að Bandaríkin hafa slíka yfirburði á tæknisviðinu, að þau geta lamað alla mögu- leika Sovétmanna til þess að ráðast á Banda- ríkin sjálf með atómvopnum. Af þessum hugleiðingum leiðir óhjákvæmilega að til þess að ná slíku markmiði þurfa Bandaríkin og NATÓ að hefja kjarnorkustríðið. í for- setatilskipun nr. 59 lagði Carter forseti grunn- inn að hinni nýju opinberu stefnu Banda- ríkjamanna, sem virðist miða að því að geta rústað sovésku atómvopnamaskínuna i fyrsta höggi. Evrópa vígvöllur í stórveldastríði „Sigur er mögulegur” segja tveir af hern- aðarráðgjöfum Reagans núverandi Banda- ríkjaforseta í grein er þeir skrifuðu í banda- ríska tímaritið Foreign Policy. ,,Bandaríkin eiga að gera áœtlanir um að þurrka sovéska ríkið út af kortinu með tilkostnaði sem kemur þó ekki í veg fyrir endurreisn Banda- ríkjanna”, segja þeir ennfremur. Og nú er hafin í Bandaríkjunum mesta hervæðing sem nokkurntíma hefur viðgengist þar á svoköll- uðum friðartímum. Um síðustu helgi tók Reagen forseti ákvörðun um framleiðslu nift- 77

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.