Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 24

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 24
Reiknimeistarar hinna evrópsku Ragna- raka búa hins vegar við þann „vanda” að í Evrópu allri eru ekki nema tæpar 800 millj- ónir íbúa og vantar því 1000—2000 milljónir manna til að fullnýta drápsgetu forðabúrs- ins. í þessu dæmi er sérhver sál í Sovétríkj- unum öllum, líka Asíuhlutanum, talin með Evrópu og auk þess allir karlar og kerlingar norðan og sunnan Alpafjalla, út með sjó og inn til dala, frá nyrstu íshafsmiðum til Napólí við Miðjarðarhaf. Nýju eldflaugarn- ar gætu einar sér drepið allan þennan mann- skap fjórum sinnum. Máltakinu um Ein- björn, Tvíbjörn og þá bræður mætti umsnúa í einkunnarorð hins nýja vígbúnaðar: Ein- dauður, tvídauður, þrídauður og fjórdauður — það eru örlög þín, Evrópumaður. Þessar áætlanir eru alvörumál stríðsrek- enda sem meta ábyrgð sína í megatonnum. Svo fáránleg dæmi eru hluti af hversdagsleg- um reikningskúnstum þeirra manna sem mæla árangur verka sinna í hundruðum milljóna saklausra borgara sem breyta má í hvítgráa ösku á sem skemmstum tíma. í þessum fína reikningsklúbbi er margfeldi gereyðingargetunnar mælikvarði á orðstír leiðtoganna. Evrópu fórnað — Bandaríkin bjargast Áformin um hin nýju helvopn hafa knúið hundruðir þúsunda Evrópubúa til fylgis við málstað friðarhreyfingarinnar. Friðarsóknin 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.