Réttur - 01.04.1981, Síða 11
saman texta sem skilgreinir eðli atómvopna
miðað við lög og rétt í mannfélaginu: Orð-
rétt segja þau:
,,Atómsprengjan er í öllu sínu eðli brot á
hefðbundnum grundvallarreglum þjóðarrétt-
ar um stríðsrekstur. Hún er afneitun allra
þeirra réttarhugmynda sem þjóðfélög sið-
aðra manna hafa byggst á. Hún er afneitun
alls þess sem mannlegt er. Með hliðsjón af
meginniðurstöðum Núrnberg-réttarhald-
anná og Tokyo-réttarhaldanna eftir síðari
heitnsstyrjöld verður að líta á notkun atóm-
voþna sem stríðsglœp og sem glœp gegn
mannkyninu, og ráða þar hvorutveggja bein
áhrif á allt lifandi, og afleiðingarnar fyrir
umhverfi, náttúru og þjóðskipulag. í allri
umrceðu um atómvopn er brýnt að missa
ekki sjónar af þessum meginatriðum. ”
Ragnarök
Atómbomban er fyrir utan skynsvið rnann-
eskjunnar. Þó vitað sé gjörla hvaða afleið-
ingar hún hefur er erfitt fyrir mannshugann
að ná utanum þær. í vopnabúri orðanna eiga
íslendingar þó eitt hugtak sem ef til vill færir
okkur nær skilningi en aðra. Það er orðið
RAGNARÖK, og svo merkilegt sem það er
þá er gripið til þess æ oftar í umræðum á al-
þjóðavettvangi af fólki af margvíslegu þjóð-
erni. Endalok goðanna, tortíming jarðar,
ragnarök. Það segir meira heldur en langar
tölur um skyndilegan dauða milljóna
manna, hægfara geislunardauða jafnmikils
fjölda, eða breytingar á loftslagi og lofthjúp
jarðar sem gætu orsakað endi alls lífs á jörð-
inni.
Menn eru ósammála um hversu gífurlegur
sprengikraftur vopnabúra atómveldanna er í
dag. Sumir segja að hann jafngildi um 10
tonnum af hávirku sprengiefni á hvert manns-
Einar Karl Haraldsson.
barn á jörðinni, en sem kunnugt er munu
jarðarinnar börn vera um 4,5 milljaðar. Eins
megatonna sprengja, sem er venjuleg stærð,
jafngildir einni milljón tonna af TNT-
sprengiefni. Væri þessari sprengju breytt í
dýnamit myndi það fylla vörubílalest sem
væri samfelld frá Reykjavík til Húsavíkur.
Önnur hlið þessara mála er allt það fé og
hugvit sem lagt er í vopnakapphlaupið. Rösk-
lega 500 milljörðum Bandaríkjadala er varið
til vígbúnaðar á sl. ári og 400 þúsund færustu
vísindamenn heims vinna dag og nótt í þágu
þess sem Nóbelsskáldið Halldór Laxness
nefnir líkframleiðsluiðnaðinn. Þetta er al-
gjört siðleysi í heimi þar sem 400 milljónir
manna þjást af stöðugri vannæringu, milljón-
ir barna hrynja niður árlega af hungri og
sjúkdómum og bilið milli ríkra þjóða og
snauðra breikkar en mjókkar ekki.
75