Réttur - 01.04.1981, Síða 48
NEISTAR
Ábyrgðarleysi
vopnaframleiðenda
„Þetta ábyrgðarleysi birtist vel
i atviki, sem henti fréttamann
,,The Nation" á vesturströnd
Bandarlkjanna haustið 1958.
Hann lenti inn á blaðamanna-
fundi, sem forstjóri vesturstrand-
ardeildar Eastern-Seaboard-
félagsins hélt, en félagið fram-
leiddi mikilvæg tæki I eldflauga-
framleiðslu. Forseti félagsins, en
75% af framleiðslu þess var sam-
kvæmt vígbúnadarsamningum,
svo hann var í himna skapi. Hann
kvaðst ekki sjá neina hættu á að
rlkisstjórnin skæri niður hernað-
arkostnaö.
„Þú hefur öðlast ágætar fram-
tlöarhorfur hvað eldflaugar snert-
ir,” sagði blaöamaöurinn kump-
ánlega.
„Stórflnar,” samþykkti forset-
inn.
Blaðamaðurinn spurði hvort
þetta væri ekki óviss og áhættu-
söm viöskipti, hvort þau
byggöust ekki mikiö á stjórn-
málum og alþjóðaviðhorfum.
„Jú, auövitað; viðskipti okkar
myn’du margfaldast ( — á ensk-
unni notaö orðið „mushroom”) á
alþjóölegum hættutlmum,” svar-
aði hinn miklu forseti (á enskunni
bara notaö: „Mr. Big”).
„Svo sem hverjum?” spurði
blaðamaðurinn.
„Strfðstímum.”
„Hvað myndi gerast I viðskipt-
um ykkar f strlði milli Bandaríkj-
anna og Rússlands?”
„Eins og ég sagði,” útskýrði
hinn mikli forseti af mikilli þolin-
mæöi, „myndu viöskipti okkar —
margfaldast.”
,,í hvað marga klukkutlma?”
spurði blaöamaðurinn.
Slðan, I þögninni er á sló, eftir
að hinni ófyrirgefanlegu spurn-
ingu hafði verið varpað fram,
læddist blaðamaðurinn burt I
hægðum sínum.
í „The Nation” 4. okt. 1958
(Tilvitnun úr Fred J. Cook:
„The Warfare State”.)
88
Siðfræöi í manndrápum
Tveir sérfræðingar, Everett og
Pugh, gáfu að loknum rannsókn-
um sérnefnd Bandarlkjaþings i
geislavirkun eftirfarandi mynd af
mannfalli i kjarnorkuárásum:
Árás með 5000 megatonnum
myndi drepa 75% Bandarlkja-
þjóðar, ef sprengjunum væri varp-
að á þéttbýli, en 60% ef kastað
væri hér og hvar. Árás með 10.000
megatonnum myndi drepa um
87% þjóöarinnar, — 20.000 mega-
tonn dræpu um 96%. Ef skýlum
væri komiö upp myndu þessar
tölur lækka sem hér segir: 75%
yrðu að 70%, 87% yrðu 85%, og
96% yrðu 95%. Ef óvinurinn varp-
aði 50.000 tonna sprengjumagni,
myndi hann drepa alla þjóöina,
jafnt I skýlum sem annarsstaöar
og Bandaríkin yrðu eyðimörk, þar
sem hvorki þrifist mannlíf, jurta-
gróður né dýralíf, óbyggileg öld-
um saman.”
Úr „Fred J. Cook”: „The
Warfare State, bls. 335-
336.
88
Mannkynið óskar sér ekki
sjálfsmorðs. En það getur því að-
eins umflúiö sjálfsmorð, aö fjöld-
inn sjálfur læri að hafna lygum og
afskræmingum kalda-striðs-
áróðursins, að vantreysta af vak-
andi huga ábyrgöarleysi valdhaf-
anna og að fylgja fram af fyllsta
þunga slnum eigin vilja til aö lifa
af og ráða sjálfur örlögum slnum
— framtfð þeirri sem getur orðið
svo ægileg en felur I sér hinar feg-
urstu vonir.”
Isaac Deutscher: The
Great Contest, September
1961, bls. 140.
88
„Ef þjóöfélag Bandaríkjanna
sýnir sig að vera ófært um að full-
nægja þessum þrám, ófært um
að sigrast á efnahagslegri fátækt
hinna fátæku og andlegri fátækt
hinna efnuöu, þá mun mannfélag
vort eins og þvl er nú háttað llk-
lega ekki lifa af; og væri heldur
ekki, ef svona væri ástandiö,
þess virði að bjarga þvl.”
J. William Fulbright, öld-
ungadeildarþingmaður og
formaöur utanrlkismála-
nefndar Bandarikjaþings I
áratugi. i bók hans. „The
crippled giant" (Risavaxni
krypplingurinn) 1972, bls.
262.
112