Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 40

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 40
er talað um káin þrjú; Kommunikation, kalkulation og kontrol. Hver og einn þessara þátta eða hver með öðrum er tölva sem vél reiðubúin til þess að taka við fyrirskipunum. Fram til þessa hefur áhugi fyrir tölvutækni við framleiðslu einkum beinst til aðferða til þess að auka afköst og framleiðni. Af sölu- mönnum þessarar tækni hefur lítið fram- gengið af hugmyndum um hvernig nota megi tölvutæknina til þess að bæta aðbúð eða að- stöðu verkafólks á vinnustöðum nema þar sem sá hugsunarháttur hefur þótt borga sig og gefa fjárhagslegan arð. Þróun tölvutækninnar í fiskiðnaðinum hér á landi hefur verið í þá átt að auka eftirlit og vélræna stjórnun á framleiðslunni. Upp- lýsingum er safnað fyrir atvinnurekandann og samkvæmt fyrirmælum hans sem miðast þá fyrst og fremst við áætlanir hans og hug- myndir en ekki starfsmanna eða stéttarfé- laga. Tölvur væri gjarnan hægt að nota tii þess að framkvæma ýmis hættuleg og óþægileg verkefni og ryðja úr vegi einhæfum störfum. Tölvur og róbóta er að sjálfsögðu hægt að taka í notkun vegna umhverfissjón- armiða ekki síður en frá framleiðnissjónar- miðum. Viðhorf verkalýðssamtakanna gagnvart skipulagi vinnunnar í tölvuvæddum fyrir- tækjum, viðhorf þeirra til þess hvað sé nauð- synleg stjórnun og eftirlit eru enn ekki full- mótuð. Hætta er á að atvinnurekendur og embættismenn muni ráða ferðinni ef verka- lýðshreyfingin verður ekki viðbúin mögu- leikum, sem myndast með tölvutækninni. Séu áhrif verkalýðshreyfingarinnar lítil verður tæknin ekki löguð að kröfum starfs- manna. Val á aðferðum til að beita sömu tækni getur haft úrslitaþýðingu á vinnustaði fram- tíðarinnar. Spurningin er hvort láta á sjónar- mið atvinurekstrarsins ráða ferðinni eins og hingað til eða hvort tekið verður tillit til sjónarmiða og hagsmuna starfsmannanna. Róbótarnir eru komnir í verksmiðjurnar! Margur sér nú þegar fyrir sér hópa verka- fólks yfirgefa verksmiðjurnar því róbótar hafa tekið við störfum þeirra. Aðrir sjá fyrir sér gríðarlegan fjölda atvinnuleysingja vegna þess að tölvurnar hafa tekið af þeim vinnuna. Auðvitað er vandalaust að draga upp myndir þessu líkar af framtíðinni. Enda hafa ótrúlegustu furðumyndir verið dregnar upp af tölvuþjóðfélaginu annað hvort sem hreinni martröð eða Útópíu. Hugmyndaflug- inu er sleppt lausu eins og í skáldsögu. í sum- um þessum skáldsögum er heilum þjóðfélög- um stýrt af tölvum, sem gefnar eru tilfinn- ingar manna. Upphaflega eru þær með ein- hverjum hætti gæddar lunderni þess góða en áður en nokkur fær við ráðið hefur hugarfar illvirkjanna náð á þeim tökum og upp frá því afskræma þær stjórnarfar eða tilfinningar mannsins. Eðlilega hafa hugmyndir likar þessu vakið óttakend og fráhverfu við tölv- um. Tæknilega séð er hluti þessara mynda, sem menn smíða sér af framtíðinni, mögu- legur en félagslega séð eru þær nær allar ómögulegar. Hugrenningar um tilfinningalíf tölvu eða gáfnastig eru hreinar rökleysur. Hugtökin rafheili og vélmenni eru sprottnar uppúr þessari moðspeki. Grundvallarmis- skilningurinn er að rugla saman manni og maskínu. Vélar hugsa ekkert — vélar hafa ekkert tilfinningalíf — vélar vita ekkert — vélunr er stjórnað af mönnum. Tölvur eru ekkert annað en vélar, sem stjórnað er af mönnum. Tilvist þeirra hafa menn og rnunu ævinlega ákveða um. Þær myndir og form, 104

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.