Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 19

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 19
I minningu Gunnars Benediktssonar f. 9. október 1892 — d. 26. ágúst 1981 Gunnar Benediktsson, rithöfundur, var jarðsunginn 4. september sl. „Réttur” hefur fengið leyfi Brynjólfs Bjarnasonar til að birta minningargrein hans um Gunnar, er birtist í Þjóðviljan- um, ein af mörgum: Með Gunnari Benediktssyni er hniginn í valinn einn af merkustu mönnum vorrar ald- ar. Hann skildi samtíð sina óvenjulega djúp- um skilningi og stóð jafnan í fylkingarbrjósti og hlífði sér hvergi í þeirri orrustu upp á líf og dauða, sem háð hefur verið næstum lát- laust meðan hann dvaldist með okkur á þess- ari jörð. Samt var hann að allri gerð miklu líkari bestu mönnum endurreisnartimabilsins en þeirri einhæfu manngerð, er svo mjög ein- kennir vora tíma. En við þurftum einmitt harla mjög á slíkum manni að halda. Þess- vegna var Gunnar svo einstakur í okkar hópi. Sagan hefði annan svip og minna áunnist, hefði hans ekki notið við. Það voru stundir, þar sem enginn gat komið í hans stað. Það varðar miklu bæði fyrir nútið og framtíð að gera sér sem ljósasta grein fyrir sögulegum staðreyndum þessara örlagaríku tíma. Og Gunnar vissi mjög vel um gildi sögunn- ar. Þessvegna tók hann sér fyrir hendur að skrifa pólitiska samtímasögu okkar. Árið 1952 kom út hjá forlagi Heimskringlu bók hans: „Saga þín er saga vor”. Það er saga íslands frá vordögum 1940 til jafnlengdar 1949, eins og stendur á titilblaði. Þetta var mikið nauðsynjaverk, og ég sé það enn betur nú, eftir að hafa gluggað nokkuð í skrif þeirra manna um þetta tímabil og önnur, sem þekkja þau aðeins af afspurn eða skráð- um heimildum. Oft er maður i besta falli jafnfær eftir þann lestur og stundum er verr farið en heima setið. Maður situr þá eftir með alrangar eða brenglaðar hugmyndir um það, sem mestu máli skiptir, ef maður veit ekki betur. En saga Gunnars er lifandi saga. Hún er skrifuð af manni, sem lifði sjálfur þá sögu, er hann var að skrifa. Hann var í senn sögumaður og ein af söguhetjunum, þótt hann flíki því lítt. Að því leyti má líkja skrif- um hans við hina ágætu bók Einars Olgeirs- sonar: ísland í skugga heimsvaldastefnunn- ar. Þeir, sem ekki hafa lifað þessa tíma, vita 83

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.