Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 29

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 29
Víjjsla dagheimilis í Breidholti, apríl 1979. nóvember 1979 og hún verður fullgerð næsta vor. Til þessarar byggingar eiga að renna 13 milljónir úr borgarsjóði á þessu ári. Nú er unnið af fullum krafti við að steypa upp langleguálmu Borgarspítalans. Sú álnra er kölluð B-álma og er mikil bygging á sjö hæðum auk kjallara. í kjallara og á fyrstu hæð verður ýms þjónustustarfsemi, en á sex hæðum verða legudeildir fyrir 29 sjúklinga á hverri hæð eða alls 174. í fjárlögum og á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1981 er samtals gert ráð fyrir 7,5 milljónum í þessa framkvæmd, og það nægir til þess að halda má hiklaust áfram og miða við að uppsteypu ljúki i byrjun næsta árs. Takist borginni að útvega lánsfé til frekari fram- kvæmda á þessu ári, væri hægt að byrja vinnu við lagnir i haust og tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að koma tveimur efstu hæðunum í gagnið haustið 1982. Það veltur hins vegar algjörlega á því hve mikið fé ríkið og borgin veita til framkvæmdarinn- ar á því ári. Það þarf mjög mikið fé eða sam- tals 23,6 milljónir, en hitt er líka að verða alveg Ijóst að þetta er besta úrlausnin, sem er í sjónmáli fyrir aldraða langlegusjúklinga, og hún getur komið jafn fljótt í gagnið og hugsanlegar breytingar á einhverju eldra húsnæði, en slikar breytingar eru alltaf erfið- ar og dýrar og ótrúlega tímafrekar. Á þessu ári ráðgerir borgin þó að koma upp deild fyrir ellitruflað fólk í Hvítaband- inu án teljandi breytinga á húsinu og auka starfsemina í Arnarholti. Þjónusta við aldraða utan sjúkrahúsa hef- ur verið að taka töluverðum stakkaskiptum í höndunr hins nýja meirihluta. Með byggingu húsanna við Dalbraut var í fyrsta sinn gert ráð fyrir verulegri umönnun þeirra sem búa í íbúðum aldraðra. Þar er eldhús og borðstofa sem er nægjanlega stór fyrir alla íbúa hússins og getur auk þess veitt beina öldruðu fólki úr nágrenninu og sent mat til annarra stofnana. Þarna er vaktþjónusta allan sólarhringinn og vel séð fyrir rými fyrir sameiginlegar vistar- verur, þar sem leggja má stund á heilsurækt, 93

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.