Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 16

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 16
Tæknin, fjarskiptakerfin, og innbyrðis tcngls eftirlits-, viðvörunar- og stjórnkerfa á vcgum hcrjanna verða sí- fellt þýðingarmeiri liðir i atómvopnakapphlaupinu. Á íslandi eru stjórnstöðvar í stríði Bandarísku herstöðvarnar hér á landi, í Keflavík, Grindavík og á Stokksnesi við Höfn í Hornafirði, gegna þjónustuhlutverki í gagnkafbátahernaði Bandaríkjastjórnar. Þegar flotamálaráðherra Bandaríkjanna lýs- ir því yfir opinberlega að þessum hernaði sé ætlað árásarhlutverk hlýtur starfsemi sem þjónar undir hann að vera árásarstarfsemi. En það er fleira sem ber að athuga. Margt bendir til þess að herstöðvar Bandaríkja- manna hér séu ekki aðeins þjónustustöðvar með því að auðvelda kjarnorkukafbátum að miða sig út, staðsetja sig, og reikna út rétt mið fyrir atómflaugar. Þær eru einnig stjórn- stöðvar í stríði. Helsta staðfesting þess er staðsetning AWACS vélanna hér. Hernaðar- sérfræðingar eru sammála um að þessi tækni- undur séu fyrst og fremst stjórnstöðvar og samræmingartæki í árásaraðgerðum. Þær geta séð langt inn í Sovétríkin og úr þeim er hægt að stjórna samhliða árásum 100 sprengjuvéla, þannig að hver flugvél nýtist sem tvær. Bandaríkjamenn flytja nú AWACS vélar, þær sem þegar hafa verið framleiddar, til staða þar sem heitt er í kolum og þeir vilja leggja sérstaka áherslu á árásarhæfni sína. Því hefur verið haldið fram, að hvergi sé íbú- um jafnhætt í veröldinni og í nágrenni flug- valla þar sem AWACS vélar eru staðsettar. Almennt eru hernaðarsérfræðingar sammála um að æ erfiðara verði að greina milli varn- ar- og árásareðlis herstöðva, og eðli málsins samkvæmt hljóti árásareðli þeirra að aukast eftir því sem árásarstefna verður meira ríkj- andi í hernaðarkenningum stórveldanna. Af þessu leiðir að stærsta lífshagsmuna- mál þjóðarinnar í dag er að rjúfa tengsl ís- lands við kjarnorkuvopnakerfi Bandaríkj- anna. Það er mál sem verður að fá algjöran forgang. í raun er það einnig nýtt landhelgis- mál. Setja verður fram þá kröfu að Banda- ríkjamenn flytji AWACS vélar sínar héðan, og hætt verði byggingu jarðstöðvar fyrir gerfihnattahernað á Miðnesheiði, svo og við áform um gerð lágtíðnisendis i Grindavík sem þjóna mun kjarnorkukafbátaflota Bandaríkjamanna. Þegar í upphafi síðasta áratugar setti Svíinn Áke Sparring, virtur utanríkismálasérfræðingur, frarn þá skoðun sína, að herstöðin á Miðnesheiði væri for- gangsskotmark í kjarnorkustríði. Síðan hef- ur bandaríski flotinn sem starfrækir stöðina fengið nýtt opinbert árásarhlutverk og Bandaríkjastjórn hefur uppi margskonar áfornr um að tæknivæða herstöðvar sínar hér á landi til betri þjónustu við kjarnorku- vopnakerfi sitt á Norður-Atlantshafi. í 36 ár hefur verið rætt um gagnkvæma af- vopnun og fækkun atómvopna. Forysta í þeirn viðræðum hefur ávalt verið á hendi stórveldanna. Vígbúnaðurinn hefur aldrei verið óðari en í dag. Enda hefur verið sagt að ekki sé frekar við árangri að búast úr slíkum afvopnunarviðræðum heldur en ráðstefnu 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.