Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 46

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 46
Einar Olgeirsson: Opin prófkjör — þau eru stjórnarskrárbrot, lögbrot og helber vitleysa Það hefur farið að tíðkast nokkuð við kosningar til þings eða bæjarstjórna undan- farið að menn hafa látið fara fram opin prófkjör um röð á framboðslista og hefur hvaða kjósandi sem er getað komið og kosið þannig hjá viðkomandi flokki eða flokk- um. Jafnvel eru dæmi þess að helmingi fleiri hafi kosið við slíkt prófkjör en á kjörskrá voru, sem sé gengið á milli flokksskrifstofa og kosið allstaðar. Þetta opna prófkjör er í senn þverbrot á öllu lýðræði og stefnir að því að gera það hlægilegt og marklaust. Stjórnarskrárbrot og lögbrot Samkvæmt stjórnarskránni (31. gr. o.fl.) er leynilegur kosningaréttur á íslandi. Þetta er helgur lýðræðisréttur og alþýðu manna sérstaklega dýrmætur, því hann afnam það vald atvinnurekenda og kaupmanna að geta haft eftirlit með hverjum einstaklingi, sem ef til vill var efnahagslega háður þeim, með því hvernig hann kysi og látið hann gjalda þess eða umbunað honum, eftir því hvernig þess- um herrum líkaði. Leynilegur kosningaréttur var fyrst notað- ur hér 1908 og átti sinn þátt í að sá mikli sjálfstæðissigur vannst að fella „uppkastið”. Til þess að tryggja að ekki sé verið að óþörfu að grennslast eftir einkaskoðunum kjósenda, setur svo löggjafinn þau ákvæði, t.d. um framboð til alþingiskosninga í Reykja- vík að ekki megi hafa fleiri stuðningsyfirlýs- ingar við framboðslista en 200. (27. gr. kosn- ingalaga til Alþingis.) Þannig hefur verið reynt í stjórnarskrá og lögum að tryggja hinn dýrmæta leynilega kosningarétt og varðveita skoðanafrelsi manna og þarmeð einkalíf gegn ágangi og njósnum, og eru þessi ákvæði alþýðu manna dýrmæt en hinsvegar vafalaust tilhneiging hjá valdamönnum yfir vinnu annarra til að brjóta þessi réttindi. Og það er gert með opnu prófkjörunum og á tvímælalaust að banna þau. Prófkjör vissra stjórnmálafélaga eru auðvitað allt annað mál, þar er um að ræða fólk, sem opinberlega hefur ákveðið skoðanir sínar á stjórnmálum. 110

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.