Réttur


Réttur - 01.01.1983, Side 2

Réttur - 01.01.1983, Side 2
— Hvernig framkvæma skuli þetta er rætt í sérstakri grein í hefti þessu. ( þriöja lagi skuli bandaríska hervaldinu opnaöar allar gáttir til nýtingar íslands, — áöur friðsældar og farsældar Frón — sem vopnahreiðurs og árásarstöðvar, er stofnar lífi þjóðarinnr í hættu. Við sjáum og heyrum þegar ofstækisfulla framkvæmdastjóra og framámenn íhaldsins bjóða Kananum herstöðvar á Norðausturhorni landsins, — (styttra eldflaugabil til Murmansk!) — og að vopna Sauðárkrók sem varaflugvöll. Og sjálfur utanríkisráðherra Framsóknar virðist óðfús að stórefla árásarstöðu ameríska morðveldisins á Reykjanesi, gera Helguvík að Helvík (slendingum. Það er sem ábyrgðarleys- ið gagnvart lífi þjóðar vorrar og undirlægjuhátturinn gagnvart hættuleg- ustu her-mafíu heims þreyti kappreið í hugum þessara manna. — Og þó eru aðeins 27 ár síðan íslendingar einhuga risu upp gegn valdakröfu Bandaríkjastjórnar til að fá til 99 ára þrjár herstöðvar á íslandi — Keflavík, Skerjafjörð og Hvalfjörð — afgirt sem amerísk landsvæði, lokuð íslendingum. Hefur amerísku hernámsflokkunum virkilega tekist að uppræta svo sjálfstæðiskennd íslenskrar þjóðar á þessum skamma tíma að meirihluti hennar lúti nú undirlægjum erlendu loforðasvikaranna og ofbeldismannanna í Washington? Kosningarnar í sumar munu sýna það. í fjórða lagi er auðséð, ekki hvað síst af því hvílíkan undirlægjuhátt borgaraflokkarnir sýna gagnvart álhringnum, að þeir ætla sér að ofurselja ísland meir og meir í járnklær erlendra auðhringa — eins og íhaldsmenn hafa þegar komið með tillögur um á Alþingi, — en leggja því þyngri byrðar á herðar alþýðu eins og nú þegar sést með rafmagnsverðið. Hefur Framsóknarflokkurinn, sem var andvígur samningnum við álhringinn 1966, nú lagst flatur við fætur hans, einmitt er auðhringurinn sá varð uppvís að stórsvikum gagnvart (slendingum. Sú var tíð að Álfur í Króki var hrópaður niður, er hann kom erlendur erindreki til Skagfirðinga, en nú legst fyrrum foringi Skagfirðinga flatur fyrir fætur Álfsins í Straumsvík. Hafði þó Framsókn 1966 enn manndáð til að vera á móti þeim svikasamningi er þá var framinn, en skjótt hefur manndáð sú minnkað — og hverfur máske senn. Undirlægjuháttur borgaraflokkanna er orðinn stórhættulegur sjálfstæði íslands og hagsmunum íslenskrar þjóðar. Það er vá fyrir dyrum, íslenska þjóð. Aðeins stórsigur Alþýðubandalags með róttæka, sósíalistiska þjóð- frelsisstefnuskrá, getur hrætt afturhaldsflokkana frá því að skríða saman í verkalýðsfjandsamlegustu landráðastjórn, sem ísland hefur þjáðst undir. Þitt er valdið nú í apríl, (slendingur! Ef þú ekki notar það rétt, verður valdið yfir íslandi annarra: erlendra auðfursta, amerískra herdrottna og erindreka beggja.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.