Réttur


Réttur - 01.01.1983, Page 24

Réttur - 01.01.1983, Page 24
1933-1943 Frá Ríkisþingsbruna til Stalingrad 30. janúar 1933 gerðu auðmenn og júnkarar Þýskalands Hitler að kanslara. Nóttina 27. febrúar sama ár Iétu nasistarnir kveikja í Ríkisþinghúsinu: Táknið um að hin blóðuga herferð gegn kommúnismanum væri hafin. — Morgunblaðið fagnaði. — En í þingkosningunum 5. mars 1933 fékk samt hinn bannaði og ofsótti Kommúnistaflokkur Þýskalands yfir 5 milljónir atkvæða. Sósíaldemókrata flokk- urinn var bannaður á eftir og verkalýðsfélög Þýskalands rænd og mýld. Blóðferill nasismans hófst. Pað átti að útrýma kommúnismanum. Fangabúðirn- ar risu hver af annarri, sífellt svívirðilegri og fangaverðirnir grimmari: allt frá Dachau til Auswitz. En það átti ekki bara að kæfa sósíal- ismann í blóði í Þýskalandi: landi Marx og Engels, Bebeis og Wilhelm Lieb- knechts, Karls og Rosu. Öll Evrópa skildi verða Hitlers — „und morgen die ganze Welt“ — sungu nasistarnir: Við ráðum á morgun öllum heiminum — 1000 ára ríki drottnunar „herraþjóðarinnar“ skyldi rísa. Hitler treysti á aðstoð franska og enska auðvaldsins — og hún brást ekki. Þessar auðmannastéttir ætluðu honum að leggja Sovétríkin að velli — og hentu hverjum „bitanum" af öðrum í gin hins gráðuga úlfs: Spánn var svikinn í helgreipar fas- ismans. Austurríki fékk hann að gleypa þegjandi. Tékkóslóvakía var svikin í Múnchen: Morgunblaðið lofaði Cham- berlain hástöfum fyrir sem frelsara“ mannkynsins og friðarins; Þjóðviljinn brennimerkti hann sem „Júdas“ lýðræð- isins. Hitler sá að sér var allt óhætt. Sovétstjórnin var 1938 reiðubúin að fara í stríð við Þýskaland með Tékkó- slóvakíu — en forsetinn Benesch þorði ekki. Sovétstjórnin sá að enginn vilji var hjá Chamberlain og Deladier að gera bandalag gegn Hitler. Hún gerði því griðasamning við ræningjann, til að tefja tímann. Pólland, Danmörk, Noregur voru næstu fórnarlömbin, síðan Balkanskag- inn. England og Frakkland lýstu stríði, en barist var aðeins til málamynda af þeirra hálfu. Svo sneri Hitler sér að þeim: 10. maí 1940 hófst innrásin í Vestur-Evrópu. í júní sveik franska auðmannastjórnin Frakkland í hendur Hitlers. Og síðar í 24

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.