Réttur


Réttur - 01.01.1983, Side 25

Réttur - 01.01.1983, Side 25
Ríkisþinghúsið brennur. sama mánuði lagði Chamberlain til í „innsta ráði“ bresku stjórnarinnar að Mussolini yrði beðinn um að athuga friðarmöguleika Englands við Hitler. Þessi tillaga um að England gæfist upp var felld með 3 atkvæðum — (Churchill og verkamannaráðherrarnir tveir) gegn tveim (Chamberlain og Halífax lávarð- ur). Svik versta afturhaldsins í breska heimsveldinu mistókust. Reikningur Hitl- ers brást á lokasprettinum á þrjósku Bretans, þó mestöll Vestur- og Suður- Evrópa lægi nú undir pyntingarstjórn hans. En hið blóðuga stríð alvörunnar hófst er fasistaherirnir æddu inn í Sovétríkin 22. júní 1941, — fórnfrekasta stríð mann- kynssögunnar: 20 milljónir manna, kvenna og barna voru fórnirnar, sem Sovétþjóðirnar færðu fyrir frelsið. Hitler hugðist ná Moskvu og Leningrad það haust. Hvorugt tókst: Leningrad stóðst 900 daga umsátur, þótt þúsundir féllu úr hungri, Moskva hrundi árásunum. í vestri furðuðu menn sig á mótstöðukraftinum, margir höfðu haldið að Sovétríkin hryndu við hin þungu högg. Og þá réðst nasistaherinn á sunnan til 25

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.