Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 13
fimbulstarð“ í augum kúgaðra Evrópu- búa. Frelsisstyttan í New York var þá tákn frelsisins, er biði fátæka flóttafólksins frá Evrópu. Þá drottnaði enn ekki auð- hringavaldið í því mikla landi. Nú hefur auðmannastétt brotist þar til valda, drottnað í næstum heila öld og að lokum umhverft sjálfri ímynd frelsisgyðj- unnar í hugsanlegan banamann alls mann- kyns. Bandaríkin eru nú orðin það Mammons- ríki, sem Matthías Jochumsson spáði og varaði við. Og sú þjóð, sem fyrir 200 árum var brautryðjandi í frelsisbaráttu undir- okaðra nýlendna, er nú að svo miklu leyti blinduð af áróðri þess auðvalds, er stýrir henni, að líkast er sem auðtröll hafi á hana álög lagt, að eigi skuli hún vita hvað hún gerir eða láti gera með sig. Þess vegna ana Bandaríkin blindandi út í það helstríð, er getur tortímt niann- kyninu. Sovétþjóðirnar þekkja stríð af eigin raun: 20 milljónir karlmanna, kvenna og barna féllu í síðasta stríði og þriðjungur efnahagskerfisins eyðilagður. — Þess vegna vilja þær frið, hver einasta fjöl- skylda fékk að vita hvað stríð var: missa sína nánustu auk allra annarra kvala. Þjóðir Evrópu vita líka hvað stríð er. Þess vegna eiga íbúar Evrópu að taka höndum saman um að knýja fram frið, eyðileggingu allra kjarnorkuvopna og samstarf þjóðanna í friði. Það verður að hindra æðisgengið gróðavald Bandaríkj- anna, hálftryllt orðið af drápstækjamætti sínum í að eyðileggja mannkynið og jörðina. Og það einmitt er glæsilegasta framtíð gæti beðið alls mannkyns, ef nýjustu möguleikar tækninnar eru hagnýttir af bróðurhug og viti. Stríðshættan vex Sigur ó-„kristilegu“ afturhaldsflokkanna í þingkosningunum í Yestur-Þýskalandi 6. mars er alvarleg viðvörun til alls mannkyns. Að baki þeim standa þeir auðhringar þýsku er studdu Hitler til valda forðum. Sterkustu valdamenn þeirra eru ofstækisfullir hernaðar- sinnar. Þeir afneita Hitler og nasismanum í orði, en vilja vinna að því að framkvæma stefnu hans að útrýma sósíalismanum — í verki. Þeir setja nú upp Pershing 2 eldflaugarn- ar, sem eru í reynd stríðsyfirlýsing gegn Sovétríkjunum. Reagan hefur nú fengið þá hálf-fasistísku bandamenn, er hann óskaði sér. Ofstækis- fyllstu stríðsæsingamenn Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands munu nú magna hvor annan á víxl eins og þegar heyrist á frekjunni í ræðum Reagans, er þreyta þar kapp við heimskuna. Á mannkynið enn að fá að blæða fyrir? 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.