Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 60

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 60
og ódýrs vinnuafls, þar sem gróðavon er mun meiri en heima fyrir. M.a. af þessum ástæðum voru aðgerðir Reagans taldar af sumum hjóm eitt, og að mun víðtækari aðgerða væri þörf í þessum efnum. Hvað er Nato? Ræningjaríki þau í Evrópu, sem höfðu lagt undir sig mestallan heiminn um 1900, hafa eftir tvö blóðug innbyrðis stríð um skiptingu ránsfengsins, og af ótta við frelsisbaráttu verkalýðsins og nýlendu- þjóðanna, komið sér saman um að heyja ekki lengur stríð innbyrðis, heldur ein- beita sér að því að drepa út á við, reyna með hverju stríðinu á fætur öðru að halda arðránsvaldi sínu yfir verkalýðnum og nýlenduþjóðunum. Petta samsæri þeirra heitir Nato — og ræningjarnir hæla sér af því að þeir hafi ekki reynt að drepa hvor annan, — „haldið frið í Evrópu“ — í 30 ár. Vilji menn svo rifja upp styrjaldir þeirra út á við, þá skulu menn lesa kvæði Carl Sandburg: „Frá því ég var 15 ára“ birt í Rétti 1973, bls. 176. Grenada Grenada heitir lítil eyja, nú sjálfstætt ríki, í Karabiska hafinu rétt norðan við Suður-Ameríku. Eyjan er 344.000 fer- kílómetrar að stærð, íbúar 120 þúsund, mestmegnis afríkanskir og blandaðir. Mál- ið er enska. Höfuðborgin heitir St. George, hefur 30 þúsund íbúa. (Minnir á mann- fjölda íslands og Reykjavíkur um 1930). Grenada var bresk nýlenda, en fékk sjálfstæði 1974. Afturhaldssömum for- sætisráðherra var vikið frá 1979. Við tók róttæk stjórn með Mauric Bishop sem forsætisráðherra byltingarstjórnarinnar. — Grenada er aðallega landbúnaðarland, framleiðir m.a. banana, hnetur, kakó- baunir ofl. til útflutnings. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að útvega fátækum bændum jarðir, ókeypis fræðslu komið á, konur fengið jafnrétti á við karlmenn og ýms lýðræðisréttindi lögfest. Auðvald Bandaríkjanna hatast við stjórn Grenada og CIA vinnur henni margt til miska. En stjórnin hefur samband við 60 ríki, þ. á meðal sósíalísku ríkin og Grenada er í Sþ. og í samtökum ríkja utan banda- laga. M.a. hefur Grenada gert 5 ára samning við Sovétríkin um efnahagssam- vinnu. Atvinnuleysi var mikið, er bylting- arstjórnin tók við, um 40%, en hefur nú minnkað um helming. — Það eru fleiri eyjar en Kúba, sem ergja nú auðvald Bandaríkjanna, þar vestra í Karabiska hafinu. Heimskreppan í algleymingi Heimskreppa auðvaldsins harðnar. Ronald Reagan varð þá á að segja í útvarp, sem hann hélt að ekki væri í sambandi út á við: „í atvinnulífinu er alger ringulreið.“ — Þannig getur m.a.s. þessum Bandaríkjaforseta ratast satt orð á munn, er hann heldur að engir nema útvaldir heyri. í Bandaríkjunumm er vinnslugeta úr- vinnsluiðnaðarins aðeins hagnýtt að 68,4% þess er hann getur afkastað. Fyrir þrem árum var fimmta hver vél í Bandaríkjun- um ónotuð, en sumarið 1982 þriðja hver. Framleiðslan í heild hefur minnkað um 11% síðan í júlí 1981 og í vélaframleiðslu um 26%. Stáliðnaðurinn var kominn niður í 36,8% afkastagetunnar í október 1982. Framleiðsla bílaiðnaðarins var í október ’82 sokkin niður í 5,1 miljón móts við 8,4 miljónir 1979. í landbúnaðinum hafa rauntekjur bænda 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.