Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 53

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 53
— Gengið er útfrá launamannasjóði í hverju léni Svíþjóðar eða um 24 sjóðir samtals. — Um stjórn sjóðanna eru tvær tillög- ur. Önnur miðast við að í hverju léni sé kosið fulltrúaráð. Kosningarétt hafa allir sem geta sannað hlutdeild sína í lífeyris- sjóði. Hin tillagan gerir ráð fyrir að verkalýðsfélög tilnefni menn í stjórn sjóð- anna auk landsþinga og sveitarfélaga. Þess verður gætt ef þessi tillaga um kjör til stjórna verður ofaná, að fulltrúar verkalýðsfélaga verði í öruggum meiri- hluta. Hugmyndir VPK Vensterpartiet kommunisterna í Sví- þjóð höfðu einnig uppi hugmyndir um launamannasjóði fyrir kosningarnar í september. Peirra hugmyndir eru í nokkr- um grundvallaratriðum ólíkar öllum öðr- um hugmyndum um launamannasjóði. Markmið flokksins er að koma á sósíal- isma í Svíþjóð og þessvegna miða þeir hugmyndir sínar við það grundvallaratriði fyrst og fremst. — í fyrsta lagi gerir flokkurinn ráð fyrir þjóðnýtingu allra banka, fjárfest- ingafyrirtækja og stærstu iðnfyrirtækja. — í öðru lagi er gert ráð fyrir myndun eins miðstýrðs landssjóðs og 24 lénssjóð- um. — Stjórn lénssjóðanna er kosin í al- mennri kosningu en síðan kjósa fulltrúar í stjórnum lénssjóðanna úr sínum hópi stjórn landssjóðsins. — Fjármagni til sjóðanna skal afla með framleiðsluskatti, skatti á arð fyrir- tækja og eignaskatti. Þeir vísa alfarið á bug hugmyndum sósíaldemókratanna um hækkað framlag til lífeyrissjóðanna þar sem með því sé raunverulega verið að draga af launum verkafólks. — Hlutverkum milli léns- og lands- sjóðs er þannig skipt, að landssjóðurinn veitir fjármagni til fyrirtækja í samfélags- legri eign, umfangsmikilla og þjóðfélags- lega mikilvægra framkvæmda og verk- efna, sem lénssjóðirnir geta ekki ráðið við vegna stærðar þeirra. Lénssjóðirnir fylla útí þann ramma sem landssjóðurinn myndar. Þeir leggja fram fé innan lénsins eingöngu og þá til samvinnufélaga, sam- eignarfyrirtækja og fyrirtækja í opinberri eigu. Ennfremur getur lénssjóður lagt fram fé fyrir einstök verkalýðsfélög að ráðstafa. Einkum ef fyrir liggur að erlend- ir auðhringir séu að seilast til valda í fyrirtækjum og ef stendur til að leggja niður fyrirtæki í léninu. — Alstaðar þar sem sjóðirnir leggja fram fjármagn er það í eigu þeirra. Aldrei í eigu starfsmannanna sjálfra eða verka- lýðsfélaganna. Petta er gert til þess að hagsmunir verkafólksins sem eigenda og launamanna verði ekki að einu. Verkfalls- réttur verður tryggður gagnvart eigendum fjármagnsins hvort sem það eru sjóðirnir eða aðrir aðilar. Árið 1981 var reiknað með, að sam- kvæmt tillögum Vensterpartiet kommun- isterna, kæmu inn 5 milljarðar sænskra króna. Af þeim skyldu 2 milljarðar renna til landssjóðsins en 3 milljarðar til léns- sjóðanna 24. Niðurlag Ég hef hér að framan lýst í aðalatriðum þremur hugmyndum að launamannasjóð- um. Raunar kallar Vensterpartiet kommunisterna í Svíþjóð sínar hugmynd- 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.