Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 38

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 38
fyrir sósíalisma og þjóðfrelsi. Gamli Marx þyrfti ekki að kvarta um skort á áhangend- um, ef hann mætti líta heiminn í dag. Máske mundi hann stundum segja: „jeg er ekki marxisti“ — sem forðum, er honum leist ekki á túlkanir kenninga hans, því eigi skortir nú í veröldinni fjölbreytni um túlkun þeirra kenninga né aðferðir til að framkvæma þær, — en „allir vildu Lilju kveðið hafa.“ Þá greinir oft á um leiðir, sem í farar- broddi fara. Við þekkjum það úr sögu kristninnar, hve hatramt var oft deilt — og drepið — er ágreiningur kom milli þeirra, sem áttu að vera samherjar. Of- stækið, sem oft er hin illa fylgja fórnfrekra hreyfinga, gat valdið ógnarverkum. Guð- mundur skáld Guðmundsson segir í „Friði á jörðu“, er hann yrkir um Jesú frá Nasaret: „í nafni hans þjóðvaldar drýgðu dauðasyndir". Við þekkjum þetta líka úr sögu sósíalismans, — sorgarsögu mála- ferlanna illu eða „menningarbyltingarinn- ar“ svokölluðu, — en minnumst jafnframt þess fádæma hetjuskapar, er felldi forynju fasismans með mestu fórnum, er blóðug saga mannkynsins þekkir: Sovétþjóðirnar einar misstu þá 20 miljónir manna, kvenna og barna. Einmitt sú hetjudáð Sovétþjóðanna er lagði ófreskju fasismans að velli, gefur mannkyninu í dag vonina um að þeirra volduga ríki takist að hemja þá ægilegu ófreskju ameríska auðvaldsins, þessara „stórkaupmanna dauðans“, sem gera víg- vélar og manndráp að gróðavænlegasta atvinnuvegi sínum og ógna heimi öllum með tortímingu, ef eigi sé Iátið að vilja þeirra. Sovétstjórnin veit að á henni næstum einni hvílir sú ábyrgð að vera það sterkt hervald að vitfyrrt amerískt auðvald þori ekki á land hennar að ráðast. Von mannkynsins um frið rætist, ef allir sósíalistar heims, — hverju nafni sem þeir annars nefna sig — og allar friðarhreyfing- ar heims, við hvað og hvern þær svo kenna sig, — taka höndum saman um að knýja fram afvopnun í veröldinni, fyrst og fremst á þeim kjarnorkuvopnum, sem ein saman geta grandað lífi alls mannkyns. SKÝRINGAR: 1. Þetta voru lokaorð Engels í kveðjuræðu hans við gröf Karls Marx 17. mars 1883. Sú fábrotna, en afburða snjalla ræða, var birt á íslensku í „Rétti“ 1953, bls. 48-50 og síðar í Úrvalsritum Marx og Engels 1968, I. bindi, bls. 18-19. 2. Theodor Rogers hét breskur prófessor í hag- fræði við háskólann í Oxford (frá 1862 til dauða síns 1890), frjálslyndur borgari, alls ekki sósíal- isti. Hann ritaði m.a. vísindarit: „Sex aldir vinnu og launa" („Six centuries of work and wages"). Hann segir í því ágæta riti m.a. “Byggingaverka- maðurinn, sem nú krefst 8 stunda vinnudags, er aðeins að reyna að ná því aftur, sem forveri hans hafði þegar öðlast fyrir fjórum eða fimm öld- um.“ (Á bls. 415 í hinni þýsku þýðingu bókar- innar, er Kautsky gerði.) 3. Rit Marx um Parísarkommúnuna 1871 er til í íslenskri þýðingu í „Úrvalsritunum“ I: „Borg- arastríðið í Frakklandi", bls. 221-281. — Einnig er í „Rétti“ 1971 grein eftir Loft Guttormsson: „Parísarkommúnan 100 ára“, bls. 11-16. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.