Réttur


Réttur - 01.01.1983, Page 23

Réttur - 01.01.1983, Page 23
fyrstu tilkynningu þess og fjölda ályktana, yfirlýsinga og ávarpa. í baráttunni til að sameina verkalýðshreyfinguna í ýmsum löndum og í viðleitni sinni til að beina hinum ýmsu greinum hins ómarxistíska sósíalisma (Mazzini, Proudhon, Bakunin, hin enska „frjálslynda“ iðnfélagahreyfing og hægri-tilhneigingar Lassalles í Pýska- landi) til sameiginlegs starfs, og í bar- áttunni við kenningar þessara flokks- brota, ákvað Marx hina einu réttu bar- áttuhögun í verkalýðshreyfingu hinna ýmsu landa. Pegar Parísaruppreisnin, sem Marx lýsti svo snilldarlega og mat svo mikils („Borgarastyrjöldin í Frakklandi“) hafði verið bæld niður og fylgjendur Bakunins höfðu klofið „Alþjóðasamband verkamanna“, gat Alþjóðasambandið eigi staðið lengur í Evrópu. Marx hafði það fram eftir þing Alþjóðasambandsins í Haag 1872, að aðalráð þess var flutt yfir til New York. 1. Alþjóðasambandið hafði nú leyst af hendi sitt sögulega hlutverk og rýmdi nú til fyrir nýju tímabili, sem einkennt var af hraðfara vexti verka- lýðsstéttarinnar í öllum löndum. Á þessu tímabili breiddist verkalýðshreyfingin óð- fluga út og þá skópust hinir sósíalistísku -fjöldaflokkar verkamanna innan ein- stakra þjóðríkja.. Hið erfiða verk í Alþjóðasambandinu og enn þá fremur hin örðuga kenninga- starfsemi Marx fóru algerlega með heilsu hans. Hann hélt áfram verki sínu í þjóð- hagsfræðinni og vann að því að ljúka við „Auðmagnið“. 2. des. 1881 dó kona hans. 14. mars 1883, er hann sat í hægindastól sínum, sofnaði hann svefninum langa. Hann var grafinn við hlið konu sinnar í kirkjugarðinum „Highgate“ í Lundúnum. Nokkur af börnum Marx dóu á bernsku- skeiði, er fjölskyldan bjó við skort og vandræði í Lundúnum. Þrjár dætur hans giftust enskum og frönskum sósíalistum, Elenora Aveling, Laura Lafargue og Jenny Longuet. N. Lenin HEIMILDIR: Myndirnar í grein Lenins um Marx eru fengnar frá stofnun Marxismans-Leninismans hjá miösljórn SED úr aðalskjalasafni flokksins, sem er í Berlín - DDR. Gröf Karls Marx og konu hans í Highgate í Lundúnum. 23

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.