Réttur


Réttur - 01.01.1983, Side 3

Réttur - 01.01.1983, Side 3
Ætlar Bandaríkjastjórn að gereyða mannkyninu til þess að útrýma kommúnismanum? I. Voru Hitler og Reagan brjálaðir? Pað eru ýmsir, sem halda því fram, er afleiðingar af stjórn Hitlers komu í ljós að maðurinn hafi verið brjálaður. Það er rangt að reyna að finna upp slíka afsökun fyrir stjórnarháttum, sem kost- uðu 50 milljónir manna lífið í einni styrjöld og ótaldar milljónir manna, kvenna og barna, er drepin voru með öðrum hætti — auk allra annarra skelf- inga, er framferði fasismans olli. Hér var ekki að verki það, sem venju- lega er kölluð brjálsemi. Hér var um að ræða stjórnmálastefnu, sem einkenndist af gífurlegu ofstæki og óframkvæmanlegum markmiðum. Mark- miðið var að útrýma kommúnismanum ennfremur að koma á yfirdrottnun hins „aríska" eða „germanska“ þjóðflokks í heiminum. Undirrót markmiðsins var það að kommúnisminn eða sósíalisminn ógn- aði yfirráðum auðmannastéttarinnar jafnt í Þyskalandi sem Vestur-Evrópu og hún veitti því Hitler og nasistaflokknum ríkis- valdið og magnaði í sífellu vald hans, til þess hann ynni þetta verk, sem voru svo mjög í samræmi við hagsmuni hennar. Honum mistókst það, þrátt fyrir allt valdið og grimmdarverkin. Valdið stígur oft ofstækismönnum ,til höfuðs, þó ekki séu stjórnmálamenn. Páfar kaþólsku kirkjunnar hafa látið brenna þúsundir manna á báli fyrir „villutrú“, m.ö. aðra skoðun en valdhafar kirkjunnar höfðu. Einnig pínt t.d. Galí- leo til að afneita þeirri ægilegu villu- kenningu sinni að jörðin snérist kringum sólina. Slíkt var álíka villukenning og að halda því fram að Jesús frá Nasaret hefði boðað bræðralag og sameign manna. Breskir stjórnmálamenn réðu Indlandi meir en eina öld. Þeir styttu ævi hvers einasta manns að meðaltali um 10 ár. — Auðvitað voru þetta svívirðileg múg- morð. En valdhafarnir voru með mennt- uðustu mönnum Evrópu. Enginn dirfðist að halda því fram að þeir væru brjálaðir. Þeir voru „bara“ að framfylgja hagsmuna- pólitík breska auðvaldsins, sem kippti grundvellinum undan atvinnulífi Indverja og olli uppflosnun, atvinnuleysi, hungri og dauða — í nafni heilagrar frjálsrar samkeppni. Ronald Reagan hefur gert stefnu Hitl- 3

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.