Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 34
séu fjórar til fimm milljónir, en aðeins
lítill hluti þeirra hefur verið rannsakaður.
Stærsta samfellda svæðið, sem hefur verið
kannað vandlega í regnskógum Brasilíu,
er ótrúlega lítið, innan við sex hektarar.
Það er stutt síðan menn fundu þverá
Amazon, sem áður var ekki vitað um, og
það uppgötvaðist að nokkrir fjallgarðar
voru á skökkum stað á landabréfum.
Ekki er hægt að henda reiður á öllu
viðarhöggi í heiminum. Þeir, sem fara
vægt í sakirnar, telja að helmingi skóg-
lendis hafi verið eytt. Líklega er yfir sjö
milljónum hektara skóglendis eytt árlega
og næstum því jafnmikið er skemmt. Ef
engin breyting verður á, verður skógum
Malajsíu, Nígeríu, Fílabeinsstrandarinn-
ar og Mið-Ameríku eytt fyrir næstu alda-
mót.
Þegar tré er höggvið er ekkert sem
verndar jörðina fyrir uppblæstri. Einn
regnstormur getur feykt 75 lestum af
jarðvegi af hálfum hektara lands á
skömmum tíma. Mikið af þeim trjám,
sem eru höggvin, eru eftirsóttur harð-
viður. Skógar Asíu eru ekki svipur hjá
sjón og menn sækja því í vaxandi mæli til
Mið- og Suður-Ameríku. Einna mest er
eyðileggingin þar sem menn reyna að
yrkja jörðina. Meðan trén eru á sínum
stað virðist jarðvegurinn frjór, en hann er
það ekki nema í tvö eða þrjú ár eftir að
trén eru farin. Og þá er ekki um annað
að ræða en flytja sig um set þangað sem
skógar hafa verið nýhöggnir. Stórbændur
fara enn verr með landið en fátæklingar,
sem hafa ekkert nema haka og skóflu.
Einn vísindamaður komst svo að orði, að
stórbændurnir í rómönsku Ameríku
breyttu skógum í hamborgara. Tjón á
gróðurlendi af völdum nautgripahjarða í
Mið-Ameríku og Brasilíu er skelfilegt.
Skógarnir eru felldir og hjörðunum beitt
á ’.andið, en eftir fáein ár er jarðvegurinn
steindauður og þá verður að fella fleiri
tré. Á síðustu tuttugu árum hefur kjöt-
framleiðsla í Mið-Ameríkuríkinu Costa
Rica þrefaldast. Mest af kjötinu er flutt
út. Heimamenn borða minna kjöt en
áður, minna en venjulegur heimilisköttur
í Bandaríkjunum, segir Observer. Regn-
skógarnir þar eru aðeins þriðjungur af því
sem þeir áður voru. Samt eru á þessum
litla bletti fleiri fuglategundir en í allri
Norður-Ameríku.
Samkvæmt opinberri skýrslu í Banda-
ríkjunum er hugsanlegt að ein milljón
tegunda dýra og plantna í regnskógum
deyji út fyrir árið 2000. Hver tegund er
dýrmæt, og sú sem einu sinni hverfur af
jörðinni, kemur aldrei aftur. Helmingur-
inn af öllum lyfjum á þeim lyfjaskrám sem
til eru, koma að einhverju leyti úr regn-
skógum. Margir náttúrufræðingar álíta,
að undur Amazonsvæðisins sé hið flókna
samspil vatns, plantna og dýra. Tuttugu
og þrjú prósent af öllu ferskvatni jarð-
arinnar kemur þaðan og fyrir súrefnis-
framleiðslu eru regnskógarnir ómetanleg-
ir. Það er ekki einu sinni vitað ná-
kvæmlega hve mikið súrefni kemur frá
regnskógunum við Amazon. Þegar skóg-
arnir eyðast minnkar úrkoma og því
verður minna vatn í ám, uppsprettum og
stöðuvötnum. Fyrirhyggjuleysið kann að
verða dýrkeypt. Eyðing hitabeltisskóg-
anna kann að raska öllu lífi á jörðinni og
breyta loftslagi hennar.
Heimildir:
Observer, Time, Newsweek, Tribune og fl.
Ennfremur Ingvi Þorsteinsson.
34