Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 52

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 52
andlát sjóðfélaga, örorku hans eða þegar hann hefur náð 67 ár aldri er hluturinn auk tekna af honum reiddur fram umsvifa- laust. — í hlutafélögum með fleiri en 50 starfsmenn verða 2/3 hlutar framlagsins eftir í fyrirtækjinu sem hlutabréf starfs- manna með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. — í hlutafélögum með 20-50 starf- smönnum verða 2/3 hlutar framlagsins eftir í fyrirtækinu sem hlutabréf með því skilyrði að starfsmenn fái að minnsta kosti 2 menn í stjórn þess. — í öllum öðrum fyrirtækjum með minnst 10 starfsmönnum getur 2/3 hluti framlagsins verið áfram í fyrirtækinu sem lánsfé gegn því að starfsmenn fái áhrif um stjórnun fyrirtækisins samkvæmt reglum um samstarfsnefndir. — Sjóðurinn getur mest átt helming hlutafjár fyrirtækis. Pað fjármagn sem ekki er notað samkvæmt þeim leiðum sem að ofan er lýst getur sjóðstjórnin notað til fjárfestinga eða lána úti í atvinnulífinu. Einnig til menntunar eða greiðslna til fulltrúa starfsmanna í fyrirtækjunum. — Fulltrúaráð er kosið til sjóðsins af verkalýðsfélögum og opinberum aðilum. Fulltrúar verkalýðsfélaganna eiga að vera valdir með tilliti til starfsgreina og búsetu í amti eða sýslu. Fulltrúar verkalýðsfélag- anna hafa öruggan meirihluta í fulltrúa- ráðinu. Hugmyndir sænskra sósíaldemókrata Árið 1971 flutti sænska málmiðnaðar- mannasambandið tillögu á Alþýðusam- bandsþinginu um launamannasjóði. Full- trúar málmiðnaðarmannanna á þinginu töldu mikilvægt að kannað yrði gaumgæfi- lega hvernig væri hægt að auka fjárfesting- ar í atvinnulífinu án þess það hefði nei- kvæðar afleiðingar í eignaskiptingu þjóð- félagsins. Kanna átti hvort — og þá hvernig — verkalýðshreyfingin gæti beitt sér fyrir almennum sparnaði til fjárfest- inga í atvinnulífinu, sem jafnframt gæti gefið launamönnum meiri áhrif um upp- byggingu og stjórnun atvinnulífsins. Nið- urstaðan var í stuttu máli eftir 10 ára kannanir og umræðu að reynt skyldi að stofna launamannasjóði eftir pólitískum leiðum. I hugmyndum sósíaldemókrata er gert ráð fyrir að til sjóðanna renni fé eftir tveimur leiðum: — Með því að hækka framlag til líf- eyrissjóða um 1% úr 12% í 13%. — Með því að 20% skattur verði tekinn af arði fyrirtækja sem er umfram 15% af eigin fjármagni þess. Launamannasjóðirnir verða notaðir til þess að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum en lána ekki fé. Gegn hlutabréfakaupum sjóðanna eiga starfsmenn rétt á áhrifum í stjórnun fyrirtækjanna þannig: Helming- ur atkvæðanna sem fylgir hlutabréfunum ræður viðkomandi sjóður en hinum helm- ingnum ráða starfsmenn. Þetta á við þartil sjóðurinn og starfsmenn ráða samanlagt yfir 20% af hlutafjáratkvæðunum. Eftir það fær sjóðurinn einn atkvæðisréttinn séu fleiri hlutabréf keypt. — Arðurinn af hlutabréfunum rennur til lífeyrissjóðanna til þess að styrkja þá svo þeir geti staðið við framtíða skuld- bindingar sínar. Talið er að innan um það bil 20 ára þyrftu iðgjöld til lífeyrissjóða að hækka í 22% eigi þeir að geta staðið við skuldbindingar sínar. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.