Réttur


Réttur - 01.01.1983, Page 31

Réttur - 01.01.1983, Page 31
fyrir nema brot af þeim hræðilegu af- leiðingum, sem þessi glæpur í lífríki jarð- ar mun hafa. Hvað veldur útrýmingunni? Það er óhætt að fullyrða, að þau sex ár sem eru liðin síðan umhverfisráðstefnan í Teykjavík var haldin, hefur ástandið síst batnað í þessu efni, og enn heldur áfram skefjalaus útrýming frumskóganna. Til staðfestingar því vil ég t.d. vitna í ágæta samantekt, er sú samantekt prentuð hér á eftir sem sjálfstæð grein sem Margrét Jónsdóttir fréttamaður flutti í útvarpi 11. jan. 1983. Hvað getur valdið þessu? Pví reyndi Fosberg að svara í því riti sem hann lagði fram á fundinum. Orsökina telur hann fyrst og fremst vera blinda gróðahyggju og skammsýni, bæði hinna auðugu og tæknivæddu þjóða og þó eink- um auðhringanna og fjölþjóðafyrirtækj- anna. Hann segist hafa heimsótt flestar hinna ríkari þjóða jarðarinnar og gefur þeim þessa einkunn: „Ótakmarkað skrum, en um leið ill- skiljanleg misnotkun eða féfletting á um- hverfi mannsins til að afla sér skjótfengins gróða, og fantabrögð í því skyni að breyta sem mestu af auðlindunum í peninga á sem stystum tíma, þetta er myndin sem ég hef séð nær allsstaöar. Og þessar þjóðir og leiðtogar þeirra láta sér alls ekki nægja að rífa í sig sína eigin bráð. Hinar betur megnandi meðal þeirra flytja út eyðingar- aðferðir sínar, „tækniþekkingu" sína, vél- arnar, skordýraeitrið og ósiði sína, til þess að græða sem mest á auðlindum nágranna sinna.“ En svo slæmar sem ríku þjóðirnar eru sem slíkar, þá kemur Fosberg síðan að því sem hann telur valda tortímingu, sem sennilega gengur næst þeirri eyðileggingu sem nútíma hernaður veldur: auðhring- um og fjölþjóðafyrirtækjum. Um þau segir hann: „Þau eru skipulögð af mönnum sem eiga mest af þeim peningum sem eru í umferð á jörðinni og virðist kappsmál að eignast þá alla, ganga mun lengra en hagkerfi hinna þjóðlegu iðngreina í því að ausa af auðlindunum, og komast fram hjá öllum hömlum sem eru settar starfsemi þeirra með lögum einstakra þjóða, skött- um og skyldum. Ef öll kurl kæmu til grafar um þessar aðfarir mundu þær sennilega ganga næst nútímahernaði í eyðingarmætti. Sum þessara fyrirtækja mundu raunar ekki víla fyrir sér að standa fyrir stríðsrekstri til að tryggja hagsmuni sína. Hlutur þeirra í að breyta ásjónu jarðar er mikill, og þau láta hvorki þjóða- metnað né þjóðasamvisku hafa áhrif á sig.“ (Datt nokkrum Alusuisse í hug?) En Fosberg varar menn við því að halda að afstaða hinna svonefndu þróunarþjóða og leiðtoga þeirra sé heilbrigðari en ríku þjóðanna. Mörgum peirra er kappsmál að apa eftir auðugu þjóðunum, taka upp lifnaðarhætti þeirra og áníðslu á nátt- úrunni, sjálfum sér til efnahagslegs og menningarlegs skaða. Þessar þjóðir sýn- ast vilja ganga sömu óheillabrautina og þær hafa séð iðnaðarþjóðirnar fara, og eyðileggja þannig margt hið verðmætasta í umhverfi sínu. Þetta kallar Fosberg þjóðarmetnað í sinni ljótustu mynd, og ekki aðeins metnað heldur heimsku. í ályktunarorðum sínum fer Fosberg mjög varlega til þess að setja ekki á sig pólitískan stimpil, en þau verða þó ekki misskilin: „Það er ekki aðeins að í skipulagi einstakra þjóða hafi mistekist að tryggja 31

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.