Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 43

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 43
Kveðjuorð Guðmundur Vigfússon F. 14. sept. 1915 D. 12. jan. 1983 Þegar félagi Guðmundur Vigfússon Iést í vetur, 12. janúar 1983, aðeins 67 ára að aldri, lá eftir hann rúmlega 50 ára starf og barátta í hreyfingu íslenskra sósíalista. Hann var fæddur á Hrísnesi í Barðastrandahreppi 14. september 1915. En 1932, aðeins 17 ára að aldri stofnar hann deild úr Kommúnistaflokki íslands í Breiðuvík og eru þeir 10 félagarnir alls. Var Guðmundur tvímælalaust lífið og sálin í þessari merkilegu litlu deild meðan hún starfaði. En það átti fyrir Guðmundi að liggja að vinna sitt lífsstarf í þágu verkalýðs- hreyfingar og sósíalisma um allt ísland, en þó framar öllu í Reykjavík. Birtir „Réttur“ hér minningagreinar tveggja félaga um það langa og mikla starf hans, — þeirra Lúðvíks Jósepssonar og Öddu Báru Sigfúsdóttur, — tvær af mörgum kveðjum og minningagreina, er birtust í Þjóðviljanum 21. janúar, er hann var borinn til grafar og honum þakkað allt það starf, sem hann vann fyrir heill og frelsi íslenskrar alþýðu. Guðmundur Vigfússon fyrrv. borgar- fulltrúi lést miðvikudaginn 12. janúar sl. þá 67 ára að aldri. Andlát Guðmundar kom mér, og mörg- um nánum vinum hans, mjög á óvart. Ég vissi að vísu, að hann hafði kennt sjúkleika, en að mér hvarflaði ekki, að Guðmundur, sem enn stundaði atvinnu sína eins og best varð á kosið, væri svo hættulega veikur að búast mætti við þeim úrslitum sem urðu. Guðmundur Vigfússon var fæddur að Hrísnesi í Barðastrandarhreppi 14. sept- ember 1915. Hann var því að komast á fullorðinsár og mótast sem einstaklingur í upphafi heimskreppunnar miklu, sem hér fór að segj a til sín af alvöru um 1930. Guðmundur átti ekki þess kost á þeim árum að ganga menntaveginn, eins og það hefir stundum verið kallað. Fyrir honum lá því ekki langskólanám og hann hlaut ekki þá viðurkenndu námstitla, sem nú eru mest í hávegum hafðir. Hefði Guðmundur verið 15 ára um 1945 til 1950, þykir mér líklegt, að hann hefði orðið verkfræðingur, arkitekt, hag- fræðingur eða félagsfræðingur svo nokkr- ar gagnmerkar menntagreinar séu nefnd- ar, því nægar hafði Guðmundur náms- gáfur til að ná þessum menningarstigum. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.