Réttur


Réttur - 01.01.1983, Side 43

Réttur - 01.01.1983, Side 43
Kveðjuorð Guðmundur Vigfússon F. 14. sept. 1915 D. 12. jan. 1983 Þegar félagi Guðmundur Vigfússon Iést í vetur, 12. janúar 1983, aðeins 67 ára að aldri, lá eftir hann rúmlega 50 ára starf og barátta í hreyfingu íslenskra sósíalista. Hann var fæddur á Hrísnesi í Barðastrandahreppi 14. september 1915. En 1932, aðeins 17 ára að aldri stofnar hann deild úr Kommúnistaflokki íslands í Breiðuvík og eru þeir 10 félagarnir alls. Var Guðmundur tvímælalaust lífið og sálin í þessari merkilegu litlu deild meðan hún starfaði. En það átti fyrir Guðmundi að liggja að vinna sitt lífsstarf í þágu verkalýðs- hreyfingar og sósíalisma um allt ísland, en þó framar öllu í Reykjavík. Birtir „Réttur“ hér minningagreinar tveggja félaga um það langa og mikla starf hans, — þeirra Lúðvíks Jósepssonar og Öddu Báru Sigfúsdóttur, — tvær af mörgum kveðjum og minningagreina, er birtust í Þjóðviljanum 21. janúar, er hann var borinn til grafar og honum þakkað allt það starf, sem hann vann fyrir heill og frelsi íslenskrar alþýðu. Guðmundur Vigfússon fyrrv. borgar- fulltrúi lést miðvikudaginn 12. janúar sl. þá 67 ára að aldri. Andlát Guðmundar kom mér, og mörg- um nánum vinum hans, mjög á óvart. Ég vissi að vísu, að hann hafði kennt sjúkleika, en að mér hvarflaði ekki, að Guðmundur, sem enn stundaði atvinnu sína eins og best varð á kosið, væri svo hættulega veikur að búast mætti við þeim úrslitum sem urðu. Guðmundur Vigfússon var fæddur að Hrísnesi í Barðastrandarhreppi 14. sept- ember 1915. Hann var því að komast á fullorðinsár og mótast sem einstaklingur í upphafi heimskreppunnar miklu, sem hér fór að segj a til sín af alvöru um 1930. Guðmundur átti ekki þess kost á þeim árum að ganga menntaveginn, eins og það hefir stundum verið kallað. Fyrir honum lá því ekki langskólanám og hann hlaut ekki þá viðurkenndu námstitla, sem nú eru mest í hávegum hafðir. Hefði Guðmundur verið 15 ára um 1945 til 1950, þykir mér líklegt, að hann hefði orðið verkfræðingur, arkitekt, hag- fræðingur eða félagsfræðingur svo nokkr- ar gagnmerkar menntagreinar séu nefnd- ar, því nægar hafði Guðmundur náms- gáfur til að ná þessum menningarstigum. 43

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.