Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 61
minnkað um helming síðan 1979. Bara á
árinu 1982 urðu 7000 bændur að selja
jarðir sínar og flytja til borganna í at-
vinnuleysið.
Fjöldi fyrirtækja, sem ekki fær hergögn
til framleiðslu, fer á hausinnn. Um mitt
ár 1982 urðu 18000 iðnaðar- og verslunar-
fyrirtæki gjaldþrota. 35 bankar lýstu sig
ófæra til að borga.
í desemberbyrjun 1982 voru 12miljónir
manna atvinnulausir. Þar að auki er 1,6
miljón manns, sem búast ekki við neinni
atvmnu meir og láta því ekki skrá sig á
skráningastofunum. 6,6 miljónir manna
vinna aðeins hluta úr degi. — Og nú fá
aðeins 48% atvinnuleysingjanna atvinnu-
leysisstyrk, en 1975 voru það 68%. — 6
miljónir Ameríkana verða því að setja
alla von sína á fátækramáltíð þá, sem
útdeilt er á strætum úti.
í Englandi hnignaði framleiðslunni í
kolaiðnaði á þrem árum um 30%, í
vélaframleiðslu um 15% — atvinnuleys-
ingjatalan er 3,3 miljónir.
í löndum Efnahagsbandalagsins var í
árslok 1982 tíundi hver maður atvinnu-
laus: í Belgíu 14,8%, í írlandi 13,5%, í
Bretlandi 12,8% o.s.frv. Talið er að 12
miljónir manna verði atvinnulausar í
Efnahagsbandalagslöndunum 1983.
Þróunarlöndin fá sárt að kenna á þess-
ari kreppu. 21 þróunarland varð að biðja
um greiðslufrest á skuldum sínum, 139
miljörðum dollara, hjá alþjóðabönkum.
Mexíko er skuldugast: 80 miljarðar doll-
ara. — Helmingur þróunarlandanna, sem
ekki flytja út olíu, verða að borga 40%
af útflutningstekjum sínum til skulda-
greiðslu, þau fátækustu jafnvel 75%. Þau
bæta í sífellu við skuldirnar, — til að
standa í „skilum", — og eru skuldir þeirra
yfir 500 miljarðar dollara. Iðnaðarlöndin
selja þróunarlöndunum árlega vörur fyrir
249 miljarða dollara, en kaupa bara af
þeim fyrir 64 miljarða.
Og hver er sú lausn, sem auðvaldið
eygir?
Bæði „Financial Times“ og „Economist“
rita alveg hispurslaust, að það verði að
lækka vinnulaunin og auka gróða fyrir-
tækjanna! Og „Washington Post“ skrifar
glaðklakkalega að kreppan hafi kennt
þróunarlöndunum „virðingu fyrir lána-
drottnunum“.
Petta er það, sem afturhaldið á íslandi
líka vill: Beygja verkalýðinn undir ok
launalækkunar og beygja íslensku þjóðina
í duftið fyrir „lánadrottninum mikla“,
Bandaríkjunum.
Er ekki tími til kominn að hinar vinn-
andi stéttir og fátæku þjóðir heims sam-
einist gegn okur-auðvaldi heimsins?
Marianella Garcia-Villas
myrt í E1 Salvador
Marianella Garcia Villas, einn af for-
ingjum Mannréttindasamtakanna var í
mars myrt af böðlum ríkisstjórnar E1
Salvador. Hún var í vetur hér á landi að
berjast fyrir hugsjón sinni og vann hjörtu
allra, er henni kynntust. — En við skulum
ekki gleyma því við hugsunina um þennan
glæp, að yfirmorðingjarnir sitja í Wash-
ington.
17. mars var morðinu mótmælt á úti-
fundi í Reykjavík og með stöðu við banda-
ríska sendiráðið og mótmæli afhent sendi-
herranum.
61