Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 28

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 28
Páll Bergþórsson: Frumskógar og stjórnmál „Það er verið að útrýma hinum gífurlegu regnskógum hitabeltisins. Ef því verður haldið áfram með eins vaxandi hraða og undanfarna áratugi, munu frumskógarnir brátt heyra sögunni til, jafnvel fyrir aldamótin.“ Þessi orð sagði grasafræðingurinn F. Reymond Fosberg á alþjóðlegri ráðstefnu um umhverfismál í Reykjavík 1977. Fosberg var þá starfandi hjá National Museum of Natural History, við Smithsonian Institution í Washington. Þetta er geigvænleg yfirlýsing, og nýrri upplýsingar benda til, að hér sé ekki ofsögum sagt. Því er ástæða til að beina athyglinni að þessu vandamáli. Það getur virst fjarlægt okkur Islendingum. En hér er um að ræða hrottalega misnotkun á gæðum jarðar, og við þá sögu koma mjög hinir ófyrirleitnu auðhringar, sem við höfum sannarlega komist í kast við. Lífríki hitabeltisskóganna Regnskógar hitabeltisins eru ákaflega voldugt og merkilegt lífríki. í samanburði við þá verður hin fátæklega íslenska gróðurþekja harla lítilmótleg. Algengasta skilgreiningin á hitabeltisskógi eða frum- skógi var sett fram árið 1898, og er þessi: „Sígrænn skógur, rakasæll, minnst 30 metra hár, en venjulega miklu hávaxnari, auðugur að gildvöxnum vafningsviði og sníkjutrjám eða sníkjujurtum.“ Frumskógurinn unir best þar sem árs- úrkoma er 2000 mm eða meira og til- tölulega jöfn yfir árið, og meðalhiti 20-30 Celsíusgráður. Reglulegur frumskógur myndar hvert Iaufþakið yfir öðru, venju- lega þrjú, stundum aðeins tvö. Fjöl- breytni trjátegundanna er gífurleg, oft 100 mismunandi tegundir á nokkrum þús- undum fermetra. Og eftir því er dýralífið fjölbreyttara en í nokkru öðru lífríki jarðar. Lengi vel var þessu volduga lífríki ekki mikil hætta búin af manninum. Aðeins fáir þjóðflokkar veiðimanna áttu þarna heimkynni, og fáir þeirra eru raunar enn við lýði. Þannig gekk þetta þar til ásókn Evrópumanna hófst, fyrst í útjöðrum skóganna og meðfram helstu ánurn. Síðar fór markaður að aukast fyrir ýmiss konar framleiðslu þessara landa, svo sem gúmmí, banana, mahóní og annan hita- beltisharðvið. Pá voru plantekrur settar á 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.