Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 33

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 33
Margrét Jónsdóttir: Um skóga í heiminum Margrét Jónsdóttir fréttamaður hefur góðfúslega leyft „Rétti“ að birta eftirfarandi samantekt, er hún flutti í útvarpið 11. janúar 1983. Inngangur Fyrir meira en tvö þúsund og þrjú hundruð árum harmaði gríski heimspek- ingurinn Plato gróðureyðingu heimalands síns og líkti Atticuskaga, sem í fyrndinni var frjósamur, við beinagrind. Atticu- skagi er jafnber nú og hann var á dögum Platos. Einu og hálfu árþúsundi síðar mátti greina sama tregann hjá Ara fróða: Eftir það var landið kallað Garðarshólm- ur, og var þá skógur milli fjalls og fjöru, segir í Landnámu. Á dögum Ara fróða var gróður greinilega farinn að láta á sjá, og mikið hefur eyðst síðan. Talið er að frá upphafi íslandsbyggðar hafi helming- ur til tveir þriðju af gróðurlendi eyðst, og þau grónu svæði sem eftir eru, eru miklu fátæklegri en þau voru. Uppdráttarsýkin, sem herjar á jörðina, hefur nú náð til þeirra lífvera, sem hvað viðkvæmastar eru, en jafnframt mikil- vægastar fyrir lífið á jörðinni. Það er gróður hitabeltisskóganna. Flöturinn, sem regnskógar hylja minnkar óðum, og ef áfram heldur sem horfir deyr út fyrir aldamót ein milljón tegunda dýra og plantna, sem á heimkynni í hitabeltis- skógum. Stefnt er í voða öllu vatni á svæði þaðan sem einn milljarður manna fær fæðu og loftslag á jörðinni kann að breyt- ast. Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund hafa hafið víðtækustu bar- áttuherferð sína til þessa til bjargar skógum í heiminum. Af öllu skóglendi á jörðinni hafa regnskógarnir upp á lang- mesta fjölbreytni að bjóða bæði hvað varðar dýralíf og gróður. Peir þekja að- eins sex prósent jarðarinnar, en þar er nær helmmgur allra tegunda lífvera í heiminum. Gagnstætt því sem margir halda er jarðvegur frumskóganna mjög snauður. í þeim á sér stað það sem mætti kalla líffræðilegt kraftaverk. Yfir ófrjóan jarðveg frumskóganna breiðist viðkvæmt lífrænt lag, flókið að samansetningu. Tré, sem eru allt að 150 metrum á hæð, skjóta ekki rótum djúpt niður í jörðina, heldur breiðast þær út nær láréttar í lausu og frjósömu yfirborðinu. í þessari veröld ríkir alltaf rökkur og logn, og milli hinnar frjósömu ábreiðu, sem leggst yfir jörðina, og laufþaksins fyrir ofan, er orkubú, sem á sér enga hliðstæðu í heiminum — eins og sérfræðingur breska blaðsins Ob- server, Geoffrey Lean, kemst að orði. Talið er að tegundirnar í regnskógunum 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.