Réttur


Réttur - 01.01.1983, Síða 33

Réttur - 01.01.1983, Síða 33
Margrét Jónsdóttir: Um skóga í heiminum Margrét Jónsdóttir fréttamaður hefur góðfúslega leyft „Rétti“ að birta eftirfarandi samantekt, er hún flutti í útvarpið 11. janúar 1983. Inngangur Fyrir meira en tvö þúsund og þrjú hundruð árum harmaði gríski heimspek- ingurinn Plato gróðureyðingu heimalands síns og líkti Atticuskaga, sem í fyrndinni var frjósamur, við beinagrind. Atticu- skagi er jafnber nú og hann var á dögum Platos. Einu og hálfu árþúsundi síðar mátti greina sama tregann hjá Ara fróða: Eftir það var landið kallað Garðarshólm- ur, og var þá skógur milli fjalls og fjöru, segir í Landnámu. Á dögum Ara fróða var gróður greinilega farinn að láta á sjá, og mikið hefur eyðst síðan. Talið er að frá upphafi íslandsbyggðar hafi helming- ur til tveir þriðju af gróðurlendi eyðst, og þau grónu svæði sem eftir eru, eru miklu fátæklegri en þau voru. Uppdráttarsýkin, sem herjar á jörðina, hefur nú náð til þeirra lífvera, sem hvað viðkvæmastar eru, en jafnframt mikil- vægastar fyrir lífið á jörðinni. Það er gróður hitabeltisskóganna. Flöturinn, sem regnskógar hylja minnkar óðum, og ef áfram heldur sem horfir deyr út fyrir aldamót ein milljón tegunda dýra og plantna, sem á heimkynni í hitabeltis- skógum. Stefnt er í voða öllu vatni á svæði þaðan sem einn milljarður manna fær fæðu og loftslag á jörðinni kann að breyt- ast. Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund hafa hafið víðtækustu bar- áttuherferð sína til þessa til bjargar skógum í heiminum. Af öllu skóglendi á jörðinni hafa regnskógarnir upp á lang- mesta fjölbreytni að bjóða bæði hvað varðar dýralíf og gróður. Peir þekja að- eins sex prósent jarðarinnar, en þar er nær helmmgur allra tegunda lífvera í heiminum. Gagnstætt því sem margir halda er jarðvegur frumskóganna mjög snauður. í þeim á sér stað það sem mætti kalla líffræðilegt kraftaverk. Yfir ófrjóan jarðveg frumskóganna breiðist viðkvæmt lífrænt lag, flókið að samansetningu. Tré, sem eru allt að 150 metrum á hæð, skjóta ekki rótum djúpt niður í jörðina, heldur breiðast þær út nær láréttar í lausu og frjósömu yfirborðinu. í þessari veröld ríkir alltaf rökkur og logn, og milli hinnar frjósömu ábreiðu, sem leggst yfir jörðina, og laufþaksins fyrir ofan, er orkubú, sem á sér enga hliðstæðu í heiminum — eins og sérfræðingur breska blaðsins Ob- server, Geoffrey Lean, kemst að orði. Talið er að tegundirnar í regnskógunum 33

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.