Réttur


Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 54

Réttur - 01.01.1983, Blaðsíða 54
ir: Samborgarasjóði. Það breytir þó ekki því, að þeim er ætlað að breyta valdakerfi efnahagslífsins á svipaðan hátt og launa- mannasjóðir Sósíaldemókratanna. Fjár- mögnunarleiðir þeirra eru ólíkar og lang- tímamarkmiðin einnig. Hugsanlegum arði af hlutafé sjóðanna verður varið til samfélagslegra þarfa og hlutabréfin er ekki hægt að selja. Dönsku sjóðirnir eru hugsaðir sem fjárfestinga- og lánasjóðir. Nafnverð og arður hlutabréfanna er greiddur út eftir lágmarksbinditíma. Þessi háttur minnir um margt á ríkisskuldabréf okkar að öðru leyti en því, að með launamannasjóðun- um fylgja völd og áhrif þar sem fé þeirra er notað. í dönsku hugmyndunum er sett þak við helmingseign launamannasjóð- anna á hlutabréfum fyrirtækis en í sænsku sjóðahugmyndunum er ekki hámarks- eign. Með hugmyndum sósíaldemókratanna í Svíþjóð er markmiðið að draga úr einkaneyslunni með því að lækka útborg- uð laun um 1% og auka sparnaðarhlutfall nokkru meira. Síðan verður sá sparnaður notaður sem áhættufé eingöngu í rekstri. Vensterpartiet hugsar sér skattaleiðina eins og oft hefur verið farin hér á landi. En ólíkt því sem hér gerist á sá fjármagns- flutningur, sem með því verður, að færa verkafólki efnahagslegt lýðræði og sósíal- ískt þjóðfélag. Með dönsku hugmyndunum er smá saman dregið úr einkaneyslunni en síðan eftir líklega eins og einn áratug ætti hún að geta náð svipuðu stigi aftur. Ég tel að allar þessar hugmyndir um launamannasjóði eigi fullan rétt á sér tii umræðu hér á landi. Ef til vill er erfitt að tengja þær við íslenskar aðstæður. Verð- bólgan er þar erfiðasti hjallinn. Þó launa- mannasjóðirnir feli ekki í sér neina lausn á óðaverðbólgu, þá geta þeir verið þáttur í þeim bardaga. Verðbólgufjárfestingar undanfarinna áratuga hafa gefið af sér sorglega lítinn arð ef marka má orð kunnáttumanna. Með öflugum launa- mannasjóðum má koma einhverjum skik á fjárfestinguna. Samdráttur í einka- neyslu, jafnvel þótt lítill sé, er okkur dýrmætur á meðan við þurfum að kaupa stóran hluta hennar erlendis frá. Þörfin fyrir erlend lán, sem í sumum tilfellum eru niðurgreidd fyrir innlendan lánamark- að, mun minnka. Öll þessi atriði eru jákvæð í baráttu gegn verðbólgu. Þegar til lengdar lætur efast ég um að verðbólg- an verði launamannasjóðunum skeinu- hættari en þeir verðbólgunni. Alþýðusamband íslands hefur á þing- um sínum ályktað um atvinnulýðræði og þingmenn Alþýðubandalags <5g Alþýðu- flokks hafa flutt frumvörp á Alþingi um launamannasjóði. Að mínu mati eru launamannasjóðir raunhæfasta Ieiðin til þess. HEIMILDIR: Arbetarrörelsen och Löntagarfonnderna, Tidens Förlag, 1982. Arbetarrörelsen och fonderna, Vensterpartiet kommmunisterna. 0D kort fortalt, LO, Danmark, 1979. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.